Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 107
HALLDÓR ÁRMANNSSON:
Gestur á ferð
Þetta mun hafa verið árið 1896 í vikunni fyrir páskana. Ég
vaknaSi flugsnemma þennan morgun og var búinn aS liggja svo
lengi vakandi í rúmi mínu, aS ég var orSinn lireint steinleiSur,
þegar hitt fólkiS fór loksins aS rumskast í baSstofunni. Sumt geisp-
aSi og teygSi úr sér, umlaSi eitthvaS, sem enginn skildi, og bylti
sér á hina hliSina, reis svo upp á olnbogann og sagSi viS sjálft sig:
„ÞaS er líklega orSiS mál aS komast í fötin, klukkan er orSin
. .. . “ Þetta, sem þaS nefndi, en nú er gleymt.
Fór svo einhver aS potast í fötin og síSan hver af öSrum, þar til
allir fullorSnir voru klæddir. Þeir hurfu jafnóSum ofan stigann og
fram, en allir gleymdu aS láta hægt og gætilega aftur á eftir sér
skellihurSina, heldur létu hana sjálfráSa, svo aS hún slengdist aftur
og þungur skellur glumdi viS um allan bæinn, en mér var bannaS
og hinum krökkunum aS skella hurSinni fast aftur. ÞaS þótti ekki
nógu hæversklegur umgangur, einkum þó ef einhver vildi láta sér
hverfa hug í rökkrinu á kvöldin.
Ég hef líklega veriS eitthvaS aS hugsa um drauma mína, sem
munu eins og oftar á þeim árum, hafa veriS um „litlu stúlkuna
ljúfu meS ljósu flélturnar tvær.“ En þótt ég væri víst upptekinn af
draumhugsjónum mínum, tók ég eftir, aS snjór var kominn á glugg-
ana upp til miSs eSa meir. ÞaS var þá líklega komiS þetta páska-
hret, sem sumir höfSu veriS aS spá aS kæmi. Ég fór heldur aS
ókyrrast í rúminu og datt í hug, hvort ekki væri réttara fyrir mig
aS klæSa mig líka. VeriS gat, aS búiS væri aS hita á katlinum
frammi í eldhúsinu, en vatniS í kaffiS var hitaS í gömlum eirkatli,
sem hengdur var á hó yfir hlóSunum. Þegar eldurinn logaSi vel,
var þetta ekki svo lengi aS hitna, en þegar allt fylltist af reyk og
svælu, var aSra sögu af því aS segja. En eldakonan, sem oftast var