Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 109
MÚLAÞING
107
hann sagði frá viðburðum dagsins inni á Bakkagerði, heldur sett-
ist hann nú á rúm Guðrúnar dóttur sinnar, en það stóð fyrir miðj-
um norðurvegg baðstofunnar, beint á móti uppgöngu á baðstofu-
loftið. Ég, sem nú er að rifja þetta upp, var þá bara lítill dreng-
snáði. Ég hafði gaman af að heyra, hvað Hermann hefði nú til
frásagna og kom mér fyrir einhvers staðar nálægt karli, þar seni
ég heyrði hvert orð til hans. Hermanni sagðist frá á þessa leið:
Þegar Jón kom inneftir, fór hann inn í búð Þorsteins borgara,
en svo var Þorsteinn Jónsson kaupmaður á Borgarfirði löngum
kallaður. Hann fór að telja upp, það sem hann ætlaði að fá, en því
var öllu svarað eins. Það var nei við öllu.
Frá þessu er ekki sagt hér til þess að hnjóða í Þorstein. Stundum
hafði það líka spurzt af honum, að hann hefði það til að vera fá-
tæklingum vænn. Svo er vitað mál, að Þorsteinn mun hafa þurft
að fara varlega í að lána út vörur. Hann byrjaði verzlun sína einu
ári, eða tæpu þó, áður en þetta var og mun varla hafa haft neina
sjóði eða ábyrgð að grípa til, ef hallarekstur yrði á viðskiptum
hans, og tækist innheimtan ekki vel fyrir honum var fljótséð, að
fyrirtæki hans myndi ekki þrífast.
Þegar Jón Hallgeirsson hafði fengið neitun við því, sem hann
ætlaði að fá í búðinni að þessu sinni, gekk hann út, með tóinan
poka sinn.
Slæðingur af fólki var í búðinni, þegar þetta var. Einn maður
lók sig út'úr og veitti Jóni eftirför. Náði hann Jóni á eintal og
fékk hann til að telja upp það, sem hann hafði ætlað að fá, tók svo
við poka hans og fór með hann inn í búðina aftur, og rétt strax
færði hann Jóni pokann með öllu því umbeðna í. Maður þessi var
Þorvarður Gíslason á Hofströnd, hálfbróðir Sigfúsar, er lengi var
bóndi þar. Þorvarður dó rétt eftir aldamótin. Hann var svona
bjargálna maður, en ekki talinn ríkur. Mig minnir ég oftar hafa
heyrt um Þorvarð að liann væri vænn við fátæka menn.
Jón Hallgeirsson átti þrjá drengi unga og eina dóttur, sem var
yngst af börnunum, líklega svona tveggja ára, þegar þetta var.
Kona Jóns lézt stuttu síðar. Fluttist þá Jón aftur norður til Bakka-
fjarðar. Hann fórst þar í fiskiróðri skömmu síðar og elzti dreng-
urinn með honum.