Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 111
MÚLAMNG
109
áður en þar er löggiltur verzlunarstaður. Það bendir til þess, að
Seyðisfjörður hafi verið á Vopnafjarðar-verzlunarsvæði. En Vopna-
fjarðar-verzlunarsvæðið náði allt norður á Langanesstrandir og til
Þistilfj arðar, ef ég man það rétt, sem mér hefur verið sagt eða ég
hef lesið um það, en hér við höndina hef ég lítið af prentuðum
heimildum.
Þó að verzlun væri gefin frjáls 1787, mátti svo heita, að um alda-
mótin næstu væri verzlunarfrelsið eins og ungbarn í reifum, því að
þótt verzlanir risu nú upp víða, þá var það svo, að þær voru liðnar
en ekki leyfðar, svo sem verzlun á Hánefsstaðaeyrum við Seyðis-
fjörð, Búðareyri við Reyðarfjörð og víðar, enda stóðu þessar verzl-
anir stuttan tíma. Einnig voru víða lausaverzlanir, sem reknar voru
fáar vikur í stað yfir sumarið, kaupmennirnir nefndir spekúlantar
eða lausakaupmenn. Af þessu leiddi það, að allflestir verzluðu á
sama stað og þeir höfðu áður gert fram yfir aldamót 1800 og sumir
nokkuð fram eftir öldinni.
Hvenær Fljótsdælingar hættu að verzla á Djúpavogi, veit ég ekki,
og leið sú, sem þeir fóru, má því teljast með gleymdum fjallvegum.
Nafn aðalleiðarinnar veit ég ekki með vissu, þó hef ég heyrt það
nefnt að fata Hraun, og ætla ég'nú að rekja nokkur kennileiti henn-
ar.
Síðasti maður, sem ég veit um, að farið hafi þessa fornu kaup-
staðarleið með hesta undir burði, var Friðrik Eiríksson fæddur
á Stefánsstöðum 1857. Hann ólst upp í Skriðdal framyfir tvítugs-
aldur og fór þá norður í Fljótsdal og var þar í mörg ár eða allt
fram um 1895 vinnumaður á ýmsum bæjum, þar á meðal á Víði-
völlum ytri. Þaðan var hann sendur í kaupstaðarferð á Djúpavog
um fráfærnaleyti utn sumarið, þ. e. snemma í eða fyrripartinn í
júlí, og lýsti hann leiðinni svo:
Ég fór upp frá Víðivallabæjum í skásneiðingum upp fjallið, og
þegár komið var upp á brún þess, Var tekin stefnan yfir Gilsárdals-
drög eða Gilsárdrög í Hornbrynjuslakka, en það er skarð á milli
Hornbrynju og Hraungarðsenda inn af Geitdalsbungu og er það
hæsti punktur leiðarinnar, um 7—8 hundruð metrar yfir sjó. Síðan
er farið austur svonefndar Búðatungur, og sjást þar sums staðar
grjóthrúgur á melkollum, sem benda til, að þar hafi einhvern tíma