Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 113
MÚLAÞING
111
dals, en ég þekki hana ekki til hlítar. Var þá farið að sunnan jnn
Hamarsdal (til forna Sviðinhornadal) og komið í Suðurdal í
Fljótsdal, en ég er ekki nógu kunnugur til þess að lýsa þeirri leið
til hlítar. Ekki mun það hafa verið almenn kaupstaðarleið, og ekki
heldur fleiri leiðir sunnar.
Óljósar sagnir hef ég heyrt um það, að eitt sinn hafi Fljótsdæl-
ingar orðið fyrir miklum villum og hrakningum á þessari leið að
vetrarlagi og komizt um síðir út í Geitdal. Ekki heyrði ég getið
um manntjón. Má vera, að einhverjir geti sagt þá sögu nánar. Fleiri
munu hafa villzt á þessum slóðum síðan, en það er önnur saga, sem
ég set ekki hér vegna ónógra heimilda, en lokaáfangastaður hefur
verið Geitdalur.
VÍÐSÝNI
Vilji nú einhver skoða þessa gömlu kaupstaðarleið Fljótsdæla,
þá ráðlegg ég honum að leggja af stað á sólbjörtum sumardegi,
þegar veðurspá er góð og hvorki lægðir fyrir austan land eða suð-
ur af Reykjanesskaga eða þar á milli. Ef vegfarandi leggur upp úr
Fljótsdal, þá vildi ég ráða honum til, ef hann vill sjá víða um, að
víkja af leið til vinstri handar, þegar hann kemur í Hornbrynju-
slakka og fara norðaustur á Geitdalsbungu í 1002 metra hæð yfir
sjó, því að þá sér hann yfir Suður-Múlasýslu þvera og endilanga
og víðar. Hann sér út allt Fljótsdalshérað og út á haf og þar á meðal
sýslumörk Suður- og Norður-Múlasýslu. Horfi hann til baka, getur
hann séð suður fjöllin fyrir sunnan Alftafjörð. Líti hann í austur,
sér hann út á haf í gegnum Breiðdal og svo margt þessara staða á
inilli, þótt margt leynist í dalskorum, þ. e. vegfarandinn sér ekki
öll ríki veraldar og þeirra dýrð, ekki einu sinni alla Suður-Múla-
sýslu. Þetta er eini staðurinn, sem ég veit um, þar sem sést yfir Suð-
ur-Múlasýslu þvera og endilanga.
En vegfarandinn sér víðar, því að af Geitdalsbungu sést yfir
Fljótsdalsheiði og til norðausturs til Smjörfjalla inn af Vopnafirði.
Þau eru alltaf eða oftast hvít sem smjör, og væru þau gerð af smjöri,
þá myndi ekki kosta 100 krónur kílóið.
Til norðvesturs sést Herðubreið með faldinn sinn hvíta á herð-
unum, Til vesturs er Snæfellið hátt og tignarlegt, konungur aust-