Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 114
112
MÚLAÞING
firzkra fjalla, í lítilli fjarlægð. Til suðurs er fyrst Þrándarjökull í
lítilli fjarlægð, og yfir hann og vestar sést austurhlið Vatnajökuls
með öllum sínum fellum og hnúkum, sem ég læt vegfarandanum eftir
að nafngreina. Svo er og allt það, sem sést á milli þessara kenni-
leita og á milli vegfarandans og þeirra.
Það eru fleiri fjallvegir að gleymast en kaupstaðarleiðir Fljóts-
dæla, og mætti fleira tína saman, ef kunnugir tækju sig til að rifja
upp gamlar minningar. Síðan hílar fóru að þjóta urn allar sveitir,
þá er ekki verið að hugsa um stytztu leiðir, eins og meðan fætur
hesta og manna mældu vegalengdina. Til dæmis mætti nefna skreið-
arfiutningaleið Skriðdælinga til Fáskrúðsfjarðar eða réttara sagt
frá Fáskrúðsfirði. Þá voru ekki alltaf farnar ruddar götur með
hesta, um hásumarið að minnsta kosti. Það lítur út fyrir, að þessar
sveitir hafi haft nokkur skipti saman, því að fólksflutningar voru
þar nokkrir á milli, en stytzta leiðin þar á milli var að fara svo-
nefndan Djúpadal og Aura, og var þá farið inn Þórudal og svo
austur í Djúpadal, á vörp upp og þá upp á hjalla eða stall á hægri
hönd og fyrir endann á Skógdalnum og yfir Miðdegisfjall, sem er
þar örmjór og lágur hryggur, og svo fyrir endann á Hjálmadal, sem
er stutt dalskora í suður frá Stuðlum, og austur í Stuðlaheiðar-
skarð og svo út Stuðlaheiðardal í Dali í Fáskrúðsfirði og svo út
sveitina, svo sem erindi stóðu til. Þetta var miklu skemmri leið en
að fara Þórdalsheiði og Stuðlaheiði, enda þótti Stuðlaheiði alltaf
ill yfirferðar, eins og segir í gamalli vísu:
Stuðlahéiði er bölvað böl,
brött og þung á móti.
Heita má hún hestakvöl,
hrúguð saman úr grjóti.
Nú er Stuðlaheiði orðin mjög fáfarinn vegur, svo og Gangheiði
á milli Reyðarfjarðar og Breiðdals og einnig Stafsheiði á milli
Skriðdals og Breiðdals, sem einnig var notuð sem kaupstaðarleið
á milli Breiðdals og Reyðarfjarðar, og var þá farin Stafsheiði og
Þórdalsheiði, eftir að verzlun kom á Búðareyri. Bráðurn fer Þór-
dalsheiði að gleymast sem kaupstaðarleið úr minningum og var þó
á tímabili annar eða þriðji fjölfarnasti fjallvegur á milli Héraðs
og Fjarða. Aðeins nöfnin halda við minningunum.