Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 115
múlaþing
113
HROLLVEKJANDI NÖFN
IJað eru óhugnanleg nöfn á þessari leið á milli Héraðs og Suður-
fjarða, Odáðavötn og Líkavötn, og hefði verið fróðlegt að vita or-
sök til þeirra nafngifta. En um það eru engar ábyggilegar heimild-
ir, svo ég viti. Eg heyrði einu sinni munnmælasögu um það, að
þjófar hefðu legið fyrir ferðamönnum við Ódáðavötn, rænt þá og
leikið illa, en verið grímubúnir og torkenndir, svo að enginn þekkti
þá. Hefði því aldrei komizt upp um þá en vötnin blotið nafn af
þessum atburði. Hvort þetta er nokkuð nema skáldskapur, er ómögu-
legt að segja.
Sagan um nafngift á Líkavatni þykir mér ennþá ótrúlegri, en
hún er svo: Tveir menn bjuggu sig út með bát og fóru til silungs-
veiða inn á vötnin og bjuggu um sig í klettahólma, sem er í Líka-
vatninu, en svo kom stormur, og þeir misstu bátinn frá sér, og dóu
þeir úr kulda og hungri í hólmanum. Þetta þykir mér mjög ótrúleg
saga, fyrst vegna þess, að mér finnst ótrúlegt að það sé eða hafi
nokkurn tíma verið silungur í vatninu, vegna þess að í því er eng-
inn gróður sjáanlegur, og í öðru lagi, hvað gat rekið menn til að
fara svo langt til fjalla til að afla sér fæðu? Sagan getur þess ekki,
hvaðan menn þessir voru. Hafi þeir verið sunnan frá sjó sem líkur
benda til. af því að vatnið er í Fossárdalslandi, þá er ótrúlegt, að
sjór hafi verið svo dauður, að ekki hafi frekar verið von til að
afla sér fæðu þar. En hafi mennirnir verið af Héraði, þá er ólík-
legt, að þeir hafi ekki getað fengið silung nær sér og haft þó að-
setur í annarra landareign. Sagan er í alla staði ótrúleg. Hins veg-
ar er ekki ótrúlegt, að einhver eða einhverjir menn hafi orðið úti
á þessum slóðum að vetrarlagi, hafi leitað sér skjóls í klettahólm-
anum og orðið örðugt að finna líkin, þó hafi þau fundizt um síðir
og vatnið þá fengið nafnið Líkavatn. Einhver hefur þótzt ráða þessa
gátu á þann veg, að vatnið hafi hlotið þetta nafn af líki eða bein-
um, sem fundust þar skammt frá, og álitið var, að væru af stroku-
fanga, sem hvarf af Djúpavogi; Þorgrímur Hermannsson minnir
mig, að hann héti, en þetta er fjarstæða. Nafnið er eldra. Tvo af
mönnum þeim, er viðriðnir voru þennan beinafund, þekkti ég per-
sónulega, Guðna Jónsson síðar bónda á Veturhúsum og víðar, og
Finn Malmquist síðar útgerðarmann á Reyðarfirði. Þekktu þeir