Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 116
Af blöðum
Páls Guðmundssonar
frá Rjúpnafelli
(Páll sendi Benedikt frá Hofteigi skrifuð blöð meíJ nokkrum sagnaþáttum,
en Benedikt lét þá Múlaþingi í té. — A. H.).
Nálægt miðri öklinni. sem leið. bjó í Hamborg i Fljótsdal í
Norður-Múlasýslu maður, sem Eyjólfur hét. Var hann Magnússon
Pálssonar bónda á Arnaldsstöðum í Fljótsdal og konu hans, Alfheið-
ar Eyjólfsdóttur frá Vaði í Skriðdal. Sonur Eyjólfs og seinni konu
hans, Sigríðar Magnúsdóttur frá Brekku í Fljótsdal, var Magnús, er
síðast bjó á Torfastöðum í Jökulsárhlíð og fór þaðan til Ameríku
nálægt aldamótunum síSustu. Kona hans var Gróa Einarsdóttir
frá Götu í Fellahreppi. Bjuggu þau hjón i Winnipeg, og vann Magn-
ús við húsasmíði; var ágætur smiður, prúður í umgengni, glaðlynd-
ur og kurteis. Hann kallaði sig Magnússon, eftir að hingaö kom.
Eru þau hjón nú bæði dáin og það fyrir nokkru.
liáðir nafnið á Líkavatni frá eldri tíð, og því til sönnunar má geta
þess, að þá greindi á um, hvort vatnið héti Líkavatn eða Líkárvatn.
Sagði Guðni, að áin, sem fellur í vatniö ofan af Bratthálsinum, héti
Líká, en sagði, að sumir nefndu ána, sem fellur úr vatninu, Líká,
en um nafngift vatnsins vissi hann ekkert.
En hólmann í vatninu hef ég alltaf heyrt nefndan Líkahólma, og
því álít ég að rétta nafnið á vatninu sé Líkavatn, en ekki Líkárvatn.
(Heimildir um verzlunina eftir Austurlandi. Halldóri Stefánssyni.
AnnaÖ eftir minni).