Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 121
MÚLAÞING
119
Þá fórum við fram hjá bænum Geitavík, sem er innarlega á vest-
urströnd fjarðarins. Þaðan þykir mér fegurst útsýn um Borgar-
fjörð. A þeim bæ ólst upp einn af okkar nafnkunnustu listamönn-
um, Jóhannes Kjarval. Þar sá hann þegar í bernsku margar þær
sýnir, sem hann seinna festi á pappír og léreft. Hann nam þar fjölda-
margar sögur, er gengu um alls konar landvætti, sjóskrímsl, huldu-
fólk og tröll. Við hverja vík, hvern bæ, klett, hól og fjall voru slík-
ar sögur tengdar. I litbrigðum fjallanna og hólanna skynjaði hann
huldulíf náttúrunnar. Enginn getur sagt um það með vissu, hve mik-
ið íslenzk list hefur auðgazt á því, að Kjarval skyldi alast upp í
Borgarfirði.
Upp undir grasigrónu fjalli talsverðan spöl frá vestanverðum
botni Borgarfjarðar, stóð bærinn Bakki. Þar bafði um árið 1000
búið bóndi sá, er Sveinungi hét, en bróðir hans Gunnsteinn bjó að
Desjamýri. Eftir fornsögum að dæma hafa þessir bræður verið
álíka nafnkunnir fyrir krafta sína á sinni líð sem Hafnarbræður
800 árum síðar.
Fyrir neðan Bakka, nær sjónum, er Bakkaþorpið, og nær það
niður undir Álfaborgina, sem er fyrir miðjum botni Borgarfjarð-
ar. Af þessum kletthöfða mun Borgarfjörður draga nafn sitt. Þjóð-
sögur segja, að í Álfaborginni búi álfakonungur íslands.
Við þremenningarnir komum í Bakkaþorpið um það leyti, æm
fólk var að koma á fætur. Var tekið á móti okkur með mikilli gest-
risni. Er ég hafði tekið mér vænan blund, fékk ég seinna um daginn,
sem var sunnudagur, fullt hús til þess að hlusta á mig. Á eftir mér
talaði prestur sveitarinnar, séra Einar Þórðarson. Hann hafði þá
misst rödd sína vegna berkla í hálsi. Sjaldan hef ég beyrt mann
tala af meiri mælsku og með meiri sannfæringarkrafti en hann, þólt
rödd bans væri hljómlaus. Hann var þá á bezta aldri, en átti aðeins
eftir tæpt ár ólifað.
Þrem misserum síðar, haustið 1909, kom ég aftur til Borgarfjarð-
ar, en þá sem innheimtumaður fyrir Stefán Th. Jónsson á Seyðis-
firði. En þótt ég kæmi sem rukkari, tóku Borgfirðingar mér vel og
fóru nokkrir þeirra þess á leit við mig, að ég flytti þangað og stofn-
aði þar unglingaskóla. Smöluðu þeir á einum degi saman svo stór-