Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 124
122
MULAÞING
Mjög er athyglisvert við skrá þessa, hversu mikill er munur á
stofnfélagatölu sýslnanna. Er þrennt, sem virðist hafa ráðið mestu
um þennan mikla mismun: fjárhagsleg afkoma, bókmenntaáhugi
og dugnaður forgöngumanna í hverri sýslu um félagaskráningu,
en þar munu prófastarnir hafa verið aðalforgöngumenn.
Mörgum mun finnast, að stofnfélagatala Bókmenntafélagsins sýni
ekki mikinn áhuga þjóðarinnar fyrir stofnun þess. En þess ber að
gæta, að þjóðin var þá vart fjórði hluti að mannfjölda, sem hún er
nú. Eg veit ekki, hversu marga félaga Bókmenntafélagið telur nú,
því að félagaskrá þess hefur ekki komið út hin síðarí ár, en ég efast
um, að miðað við fólksfjölda séu félagar þess fleiri nú en stofnfé-
lagarnir voru 1B16. Og regindjúp er á fjárhag þjóðarinnar þá og
nú. Árið 1816 mundu rosknir menn þá tíð, er fimmti hver maður
á landinu dó úr hungri, Móðuliarðindin svokölluðu. Þá voru að-
eins 30 ár liðin frá þeim. Á þrem fyrstu árum aldarinnar voru og
linnulaus harðindi. I sumum sýslum landsins, svo sem Þingeyjar-
sýslu, misstu margir bændur nær allan bústofn sinn, og nokkrir
þeirra fóru á vergang með fjölskyldum sínuin, og ótaldir eru þeir,
sem féllu úr hungri og hungursóttum. Verzlanir höfðu ónógar vör-
ur, og sums staðar var svo langt að sækja í kaupstað, að nær ó-
gerningur var að komast þangað fyrir hungraða menn á horuðum
hestum yfir óbrúuð stórfljót, enda höfðu margir þeirra ekkert eða
nær ekkert til að greiða með úttekt sína. í Norður-Þingeyjarsýslu
hafði stjórnin ekki leyft neinn verzlunarstað. Var Norður-Þingey-
ingum ætlað að reka verzlun sina við Húsavíkurkaupmenn, en þar
var oft vörulaust, og þurftu þeir þá að fara alla leið til Akureyrar.
Álíka verzlunarerfiðleika höfðu og fleiri sýslur landsins að stríða
við, svo sem Skaftafellssýsla og Strandasýsla. Er harðindum í byrj-
un aldarinnar létti, hófst skömmu seinna ófriðurinn milli Englend-
inga og Dana, er torveldaði alla vöruflutninga hinnar dönsku sel-
stöðuverzlunar hingað til lands.
Aðeins einn af stofnfélögum Bókmenntafélagsins í Þingeyjarsýslu
átti heima í nyrðri hluta hennar, Norður-Þingeyjarsýslu. Var það
presturinn á Sauðanesi. Er það sjáanlegt, að ástæðan til þess voru
harðindin í byrjun aldarinnar, og flestir þar hafa enn 1816 búið
við sára fátækt.