Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 130
128
MÚLAÞING
almennan stuðning. að slíks var ekki dæmi annars staðar í landinu,
og vil ég því enn reyna að skýra þetta nánar.
Borgfirðingar munu vera óvenjulega hrifnæmir, eða svo fannst
mér, þegar ég þekkti þá bezt. Ef til vill er það litauðgi fjalla þeirra,
sem þroskað hefur þennan hæfileika, og líklega hefur hrifnæmi
þeirra átt nokkurn þátt í því, að þeir tóku stofnun Bókmenntafélags-
ins með meiri fögnuði, en íbúar nokkurrar annarrar sveitar landsins.
Ef einhver ykkar, eða einhverjir, sem nú hlusta á mig, leggið leið
ykkar í skemmtiför til Austfjarða, þá ræð ég ykkur til að bregða
ykkur til Borgarfjarðar, en þó aðeins að veður sé gott. Nú liggur
þangað góður akvegur frá Héraði yfir Vatnsskarð og Njarðvík.
Og sjálfsagt er fyrir ykkur að aka inn á sveitarenda, inn að Hvann-
stöð, sem er í hinum breiða dalbotni sveitarinnar miðjum. Það-
an er fögur útsýn yfir alla sveitina. — Rétt er að geta þess, að árið
1816 gerðist húsfreyjan þar stofnfélagi Bókmenntafélagsins. En ég
tel sjálfsagt fyrir ykkur að fá einhvern gamlan Borgfirðing til þess
að fylgja ykkur um sveitina, er getur frætt ykkur um sögur og sagn-
ir, sem eru þar bundnar við hvern bæ, alls konar sagnir um menn
og vætti. Og fróðlegt er fyrir ferðamann, er heimsækir Borgar-
fjörð, og er staddur þar á fögru síðsumarskveldi, að láta huga sinn
skyggnast inn í hina fjölbreyttu litheima sveitarinnar, þegar sól er
að ganga til viðar.
í AUSTFJARÐASÝSLU dóu á sama ári (1603) hvorki meira né minna en
600 manns úr sótt og hor. Einnig í MjóafjarSar- og Dvergasteinssóknum dóu
menn á ví'ð og dreif og margir saman, svo að nokkrir bæir urðu aleyða ....
A sama ári þjörmuðu hörkuhríðar og stormar austursveitum landsins. Margir
misstu fiskiskip í ofviðrunum; í Vopnafirði fórust tíu, í Borgarfirði fjögur, í
Seyðisfirði þrjú; og var svo í öðrum landshlutum, ýmist fleiri eða færri.
(Islenzlc annálsbrot Gísla biskups Oddssonar).
SAMA ÁR (þ. e. 1611) sýndist allur Reyðarfjörður eystra vera orðinn að
blóði, alit frá innstu fjörum og út í Seleyjar. Sömuleiðis skrifar séra Ólafur
Einarsson, prófastur eystra, (á Kirkjubæ 1608—1651, fiiðurhróðir annálsrit-
arans. — S. Ó. P.), að sézt hafi á himni á heiðskírum degi fjórar aðrar sólir
í kringum þá eðlilegu sói; sömuleiðis, að Finnur Gíslason hafi séð hinn al-
kunna, hræðilega og feikna-stóra orm i Lagarfljóti ....
(íslenzk annálsbrot Gísla biskups Oddssonar).