Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 131
JÓN L. JÓNSSON frá Þinghól i Mjóafirði:
Aldamótahátíð á Mjóafirði
og sitthvað fleira
Á sumardaginn fyrsta 25. apríl 1901 héldu Mjófirðingar alda-
mótahátíð sína. Samkoman var sett kl. 9 af Sveini Ólafssyni í Firði.
Borði var festur upp við hátíSasvæðið, og á honum stóð: Allir vel-
komnir.“
Þá voru sungin ættjarðarljóS undir stjórn Jóns Árnasonar frá
Hofi. Þvínæst flutti Sveinn Ólafsson í Firði ræðu; svo var sungið,
og síðan flutti ræðu Benedikt Sveinsson á Borgareyri.
Margt var gert til skemmtunar. Á stórum palli, sem slegið var
upp, var háð manntafl með lifandi mönnum. Þar tefldu þeir bræð-
ur Sveinn Benediktsson, sem lengi bjó á Borgareyri, og Sveinn
Benediktsson, sem bjó í Hlíð og var lengi oddviti í Mjóafirði.
Kóngar í taflinu voru Vilhjálmur Benediktsson og Jóhann Jóhanns-
son, báSir stórir og konunglegir menn. Drottningar voru Helga
Jónsdóttir í Hlíð, sem lengi var ljósmóðir í Mjóafirði, og Gunn-
þórunn Jónsdóttir í Þinghól, báðar stórmyndarlegar og báru drottn-
ingarskrúðann vel, enda vel búnar. Taflmenn voru allir í litklæSuni,
mismunandi eftir stöðu þeirra í taflinu. Haraldur JónsSon bókbind-
ari sá um, að allir væru með höfuðskraut og borða, eftir því, hve
háttsettir þeir voru í taflinu. Haraldur var listhneigður maður.
Taflið var mjög spennandi, enda voru þeir bræður báðir góðir tafl-
menn, og lengi var vafasamt, hvor mundi vinna, en þó fór svo, að
Sveinn á Borgareyri vann taflið eftir harða sókn og vörn.
Síðan var gengið í skrúðgöngu inn á Sand, en þar var tilvalið