Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 132
130
MÚLAÞING
Hvalveiðistöðin ó Asknesi 1905.
svæði fyrir leiki og íþróttir. Fyrir göngunni gekk Einar Arnason á
Hofi með harmonikku og spilaði göngulög af mikilli list, en næst
fór Jón Árnason með söngflokk, sem hann hafði æft vel. Þarna var
því bæði kór og hljóðfæraleikur, enda voru alltaf miklir söngkraft-
ar í Mjóafirði. Þetta var mikil fyfking, því að allir tóku þátt í
göngunni og tóku undir sönginn. Þegar inn á Sand var komið, hófst
bændaglíma. Bændur og glímukóngar voru þeir Sveinn í Firði og
Benedikt á Borgareyri. Þeir könnuðu liðið og kölluðu síðan upp
á víxl nöfn þeirra, sem þeir vildu fá í sitt lið, þangað til talan var
komin, 12 menn í hvort lið. Og þá hófst glíman af miklu fjöri, og
var ekki sparað að hvetja liðin til sóknar á báða bóga. Þarna voru
margir ágætir glímumenn, sem stóðust flest glímubrögð. Vakti
glíman m'ikla gleði og gaman, enda gekk á ýmsu. Glímunni lauk
með því, að flokkur Benedikts bar sigur úr býtum eftir harða sókn
við lið Sveins. Svo var farið í ýmsa leiki, sem allir gátu tekið þátt
í, og síðan aftur gengið í skrúðgöngu með harmonikku og söng-
flokk í fararbroddi, mikið sungið.
Göngunni iauk við Konráðshús, en þar voru kaffiveitingar fram