Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 134
132
MÚLAÞING
Mjóafirði. Einnig komu nokkrir menn úr næstu sveitum. Voru það
menn, sem flutt höfðu burtu og voru nú að gleðjast með vinum og
vandamönnum.
Þennan dag var sólskin, logn og blíða. Það var vor í lofti, og það
Iagði ilm úr jörðu á þessum fyrsta degi sumarsins, og það gerði |
lundina létta og skapið gol-t.
Þess er þegar getið, að Sveinn Olafsson í Firði setti samkomuna
og flutti aðalræðuna, sem þótti með ágætum góð og vel flutí, enda
var Sveinn þá búinn að vera við nám í Noregi á lýðháskóla í Van-
heim og líka á Aulestad, en einnig hafði hann verið á gagnfræða-
skólanum á Möðruvöllum í Hörgárdal. Seinna fór hann til Dan-
merkur og stundaði þar nám við kennaraskóla í Kaupmannahöfn.
Hann hafði því góð kynni af samkomuhaldi, enda bráðsnjall ræðu-
maður. Um undirbúning á samkomustað sáu þeir bræðurnir, Vil-
hjálmur og Konráð Hjálmarssynir, og var hann allur með ágætum,
enda voru þeir útsjónarsamir um það, sem bezt mátti fara.
Þeir hræður voru miklir athafnamenn. Vilhjálmur í búskap og
ræktun, hann hafði stórt hú, og margt fólk var á heimili hans. Kon-
ráð hafði verzlun og útgerð, sem hann rak af miklum dugnaði.
Verzlun stofnaði hann 1888 og byggði stórt íbúðar- og verzlunar-
hús 1897. Var það eitt stærsta hús á Austurlandi. Útgerð hóf Kon-