Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 135
MULAÞING
133
ráð 1880 með árabáta. Hann gerði út sjö árabáta um aldamótin.
Arið 1898 kaupir hann gufuskipið Reyki, en seldi það og lét byggja
stærra skip í Harðangri í Noregi. Það var Súkm, sem hann gerði
út frá Mjóafirði bæði á þorsk og síld. Seinna var Súlan lengi gerð
út frá Akureyri. Árið 1904 kaupir Konráð seglskútu með hjálpar-
vél, en átti liana stutt og kaupir sama ár fyrsta mótorbátinn, en
svo komu fleiri næsta ár, t. d. eru átta mótorbátar gerðir út frá
Mjóafirði árið 1908, og átti Konráð þrjá af þeim, og svo gerði hann
út Súluna.
Fyrir og upp úr aldamótunum höfðu flestir bændur í Mjóafirði
einhverja útgerð, en mismunandi eftir aðstöðu, einn til þrjá ára-
báta. En þegar mótorbátarnir komu, breyttu margir til og fengu
sér mótorbát. Það var oft mikill fiskur, sérstaklega á vorin; þá
komu þessi vorhlaup, og barst þá oft mikill fiskur á land, enda stutt
á fengsæl fiskimið.
Árið 1894 kom frá Ameríku Ísak Jónsson frændi Konráðs; þeir
voru bræðrasynir. ísak hafði kynnzt frosthúsum* og frystingu í
Ameríku og kom nú til að kynna löndum sínum þessa nýjung, þar
sem hann þekkti vel, frá því að hann var bóndi og útgerðarmaður
á Mjóafirði, þau vandkvæði, sem menn áttu við að stríða með
geymslu á síld til beitu.
Konráð tók þessum frænda sínum tveim höndum og hófst strax
handa með að byggja frosthús eftir fyrirsögn Isaks. Reyndist það
í alla staði prýðilega, og mun það vera fyrsta frystihúsið í landinu.
Jóhánnes Nordal kom um sama leyti og Isak frá Ameríku og hóf
strax að koma upp frosthúsi í Reykjavík. En frosthús Konráðs
Hj álmarssonar á Mjóafirði mun hafa tekið til starfa tveim mán-
uðum fyrr en það í Reykjavík. Báðir þessir menn unnu að því með
dugnaði að koma upp frystihúsum sem víðast um landið, og ger-
breyttist við það öll aðstaða til útgerðar, svo að ekki verður til
peninga metið.
Konráð var um árabil einhver mesti atvinnurekandi á Aust-
fjörðum. Hann hafði mikla útflutningsverzlun, seldi fisk beint til
* Þá oftar kölhið' frosthús en frystihús.