Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 136
134
MÚLAÞING
Spánar, Ítalíu og fleiri landa. Fiskur frá Konráði þótti sérstaklega
góður, enda vel til verkunar vandað.
Jafnan kom margt fólk á hverju vori til að vinna við atvinnu-
rekstur hans.
Arið 1901 kom hinn kunni, norski hvalveiðimaður, Hans Ellef-
sen, og reisti stóra hvalveiðistöð á Asknesi við Mjóafjörð. Hann
hafði þar rnikinn rekstur og margt fólk, bæði Norðmenn og íslend-
inga. Hann sendi oft skip á vorin til Reykjavíkur eftir fólki, t. d.
1904. Þá unnu á stöðinni á Asknesi 132 menn. Ellefsen hafði átta
hvalveiðiskip, þegar flest voru, og báru þau flest íslenzk nöfn, svo
þjóðlegur var Ellefsen. Hann hafði tvö flutningaskip í förum, Ein-
ar Slmers og BarSann, og voru þau alltaf í flutningum.
Norcjmenn, sem þarna unnu, sögðu, að þetta værí stærsta hval-
veiðistöð, sem rekin væri. Ellefsen rak stöðina af miklum krafti og
var alltaf að stækka hana og endurbæta. Einnig endurnýjaði hann
hvalbátana og fékk stærri skip.
Svo kom Laurt Berg (jafnan kallaður Lárus Berg), norskur hval-
veiðimaður, til Mjóafjarðar 1902 og byggði upp sína hvalveiði-
stöð inni við botn Mjóafjarðar að sunnanverðu. Var hún kölluð
Innri stöðin. Hann hafði fjögur hvalveiðiskip og eitt flutningaskip,
Alpha. Það var líka mikil vinna við þennan rekstur, meðan hann
etóð.
Mikið var flutt af hval frá Mjóafirði á þessum árum, bæði með
skipum og á hestum upp á Hérað. Ég minnist þess, að einu sinni
voru taldir 80 hestar með hval í einni lest, þá voru margir saman.
Hvalurinn var ódýr, rengi 4 krónur hundrað pundin, undanflátta
2 krónur sama magn. Og jafnan var vel vegið.
Norðmenn höfðu áður haft bækistöðvar á Mjóafirði. Það var
þegar síldveiðar hófust á Austfjörðum um 1868. Þá koma Norð-
menn og setjast að í Mjóafirði, Thoresen byggir upp sitt hús á
Sléttu og hafði þar stórt nótalag, og svo komu fleiri. Alls voru þeir
átta, sem byggðu þar hús og stunduðu síldveiðar. Sum þessara
húsa hafa veíið stór; það sýna grunnarnir, sem sumir hverjir hafa
staðið til þessa.
Aðstaða Norðmanna til veiðanna var mjög hagkvæm. Húsin
voru byggð fram í sjó, það langt, að hægt var að leggja nótabát-