Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 137
MÚLAÞING
135
unum að þeim á flóði. Síðan var háfað úr nótinni inn á gólf um
stórar dyr. Húsin voru tvílyft, og var saltað niðri, en uppi bjó
starfsfólkið.
Margir Mjófirðingar voru með Norðmönnum við sildveiðarnar
og lærðu af þeim, en útvegsbændur veiddu í net og seldu Norð-
mönnum síldina á eina krónu strokkinn og þótti gott. Meðan síld-
veiðarnar voru mestar, var það venja, að nokkrir Norðmenn urðu
eftir á haustin og höfðu vetursetu í þessum Norðmannahúsum. T. d.
eru 1885 á manntali í Mjóafirði 33 Norðmenn, sem búa í þessum
húsum.
Um 1890 fara síldveiðarnar minnkandi, og þá hættu margir eða
gáfust upp við síldarævintýrið og sneru sér að öðru. En Norð-
mannahúsin á Mjóafirði stóðu eftir, því að eigendurnir töldu, að
síldin kæmi aftur og þá yrðu not fyrir þau á nýjan leik. En sú von
brást, og húsin fóru að smáhverfa með tímanum. Þau voru seld til
að byggja upp úr þeim annars staðar. Níels Stakkested hét sá, 6em
lengst hafðist við í Norðmannahúsi á Mjóafirði. Hann andaðist
fjörgamall og sveitlægur 1914.
Mjóifjörður hefur góð skilyrði til útgerðar, og mun það sjást,
þótt síðar verði, og sú aðstaða, sem þar er til útgerðar, notuð.
Upp úr aldamótunum var mikið og blómlegt atvinnulíf á Aust-
fjörðum, mikil útgerð og framfarir á mörgum sviðum. Nýjar leiðir
til betri afkomu opnuðust. Á Mjóafirði var þá mikil útgerð, og
þangað kom margt fólk á hverju vori í sumaratvinnu. Þá var þar
mikið félagslíf og góðir skemmtikraftar.
Og menn fóru heim af samkomunum með góðar og ljúfar minn-
ingar, sem entust lengi, og þegar heim var komið, var nýr dagur
runninn.
Og enn gyllir blessuð sólin fjöll og dal, og fjörðurinn glitrar í
björtum sólarloga.