Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 138
SIGURDUR VILHJÁLMSSON:
V alþ jóf sstaðabræður
Allmikið hefur verið athugað og ritað um þá bræður frá Val-
þjófsstað, syni Þórarins Jónssonar og Helgu Þorvarðardóttur. En
þeir voru þrír: Þorvarður, kona hans var Solveig frá Keldum Hálf-
dánardóttir Sæmundssonar í Odda. Oddur, kona hans var Randalín
Filippusdóttir á Stórólfshvoli Sæmundssonar, og Steinólfur, en
kona hans er ókunn. I Austurlandi getur HalJdór Stefánsson Stein-
ólfs og telur, að hann hafi verið hálfbróðir þeirra Þorvarðar og
Odds. Mér er ókunnugt um heimild fyrir því, að svo hafi verið. I
Sturlungu er þess ekki getið né í biskupasögum eða fornbréfasafni.
Eg mun nú leitast við að benda á það helzta, sem hægt er að upp-
lýsa um þessa bræður, eftir að þjóðveldinu lauk, og reyna að þræða
sögu þeirra, sem er óljós, sérstaklega hvað börn þeirra og annarra
afkomenda þeirra áhrærir.
STEINÓLFUR ÞÓRARINSSON
Sennilega hefur Steinólfur verið yngstur þessara bræðra. Hans
getur fyrst með Oddi bróður sínum, er hann handtók Heinrek Hóia-
biskup (Sturl. II. bls. 467)* og aftur með Oddi í bardaganum í
Geldingaholti, þegar Oddur féll (Sturl. II. bls. 478). Þá er ekki
ófróðlegt að athuga, hvað felst í draumum Jórunnar í Miðjumdal,
er hún í svefni spyr: „Hvat er um Steinólf bróður hans?“ (þ. e.
Þorvarðar). Og svarið, sem Guðrún Gjúkadóttir gaf henni, var
svohlj óðandi:
* Allar tilvitnanir í Sturlungu og Biskupasögur eru miðaðar við Í9lendinga-
sagnaútgáfu Guðna Jónssonar.