Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 140
138
MÚLAÞING
því má ráða, að Steinólfur hafi verið dáinn, þegar mönnum hug-
kvæmdist að skrásetja jarteikn þetta. Þetta var ein þeirra sagna,
sem safnað var í þeim tilgangi að sanna helgi Guðmundar góða
um og eftir aldamótin þrettán hundruð.
Ekkert verður ráðið af sögu þessari um búsetu Steinólfs, en auð-
séð er, að hann hefur verið í verzlunarerindum. Bukkskinnið, sem
hann fór með, er vottur þess, að hann hefur ætlað það til sölu. Þótt
hann væri staddur í Axarfirði, þegar óhappið með hrossið vildi til,
gat hann verið búsettur á Fljótsdalshéraði. Skipakomur voru fáar
á þessum árum og óvíst, að nokkur skip hafi komið í Austfjörðu.
Þótt ekkert verði fullyrt um, hvar Steinólfur hefur búið, þykir
mér sennilegast, að hann hafi verið til heimilis á Valþjófsstað og
Randalín til stuðnings við búsýslu eftir fráfall Odds. Að hann fylgdi
Oddi í ferðum, bendir til þess, að hann hafi verið meðal heima-
manna Odds og verið ungur þá, a. 1. um tvítugt eða rúmlega það.
Jón Steinólfsson hefur verið fæddur nokkru fyrir 1300 og a. 1. full-
þroska um aldamótin. Hann hefur því varla lifað lengur en fram
undir 1350.
Um 1179 náði Þorlákur helgi undir sig Valþjófsstað eins og öðr-
iim kirkjustöðum á Austuriandi að undanteknum Hofi í Aiftafirði
og Hallormsstað, og 1271 herti Staða-Árni tökin á kirkjustöðun-
um. Valþjófsstaður hefur því verið að öllu leyti orðin kirkjueign
í iok þjóðveldisins. Hins vegar hefur jörðin verið óátalið að mestu
í umsjá og a. 1. eign niðja Odds Gissurarsonar til 1271, er Staða-
Árni kom til sögunnar.
Á fyrri hluta fimmtándu aldar var Guðmundur Þorsteinsson
prestur á Valþjófsstað. Næst Guðmundi varð Jón Guðmundsson
prestur þar. Jón gæti hafa verið sonur Guðmundar Þorsteinssonar.
Við fráfall séra Jóns var prestslaust á staðnum um sinn. Þá gerist
það, að 1454 skipar Nikulás 5. páfi biskupinum í Orvieto, ábótan-
um á Helgafelli, Jóni Þorkelssyni, og Steinmóði ábóta í Viðey og
officialis í Skálholtsbiskupsdæmi að setja Jón Pálsson klerk Skál-
holtsbiskupsdæmis prest að kirkju sællar Maríu og heilags Páls að
Valþjófsstöðum, er nú sé prestlaus eftir séra Jón Guðmundsson
andaðan, og var Jón Páfsson prestur til 1458, að Kalixtus páfi 3.