Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 141
MULAÞING
139
skipaði hann ábóta að Helgafelli 28. febrúar. (Fbr. IX bls. 34 og
35).
Um þessar mundir var Finnbjörn Jónsson bóndi staðarhaldari á
Valþjófsstað og hefur vafalaust verið virðingarmaður nokkur.
Langsennilegast er, að Finnbjörn þessi hafi verið af ætt Valþjófs-
staðabræðra Þórarinssona og þá helzt afkomandi Steinólfs og Jóns
Steinólfssonar. Finnbjörn er á lífi 1465. Finnbjarnarnafn hefur átt
greiða leið inn í þessa ætt vegna venzla við Finnbjörn Helgason.
Eg tel rétt að vekja athygli á þessum atriðum, sem getur hér á und-
an, ef ske kynni, að einhver gögn kynnu að leynast, sem hægt væri
að rekja sig eftir, hvað ætt þessa snertir og samband hennar við
Valþjófsstað eftir fráfall Odds Þórarinssonar.
ODDUR ÞÓRARINSSON
Hinu vanhugsaða sambandi Odds Þórarinssonar við Gissur Þor-
valdsson lauk með falli Odds í Geldingaholti norður í Skagafirði.
Öll afskipti hans af þeim málum voru hin ógæfulegustu og ekkert,
sem þar lýsir af nema harðfylgi og önnur persónuleg glæsimennska
Odds. Varfærni og hyggindi voru eiginleikar, sem virðast hafa ver-
ið fjarlægir hugarheimi hans. Oddur féll í banni Heinreks Ilóla-
biskups og var holað niður undir kirkjugarðsvegg á Seylu. Þar
lágu bein hans, þar til Staða-Arni hafði gengið frani í að útvega
leyfi páfa til að fá þau leyst og grafa þau í vígðri mold. Verður
því lýst nánar síðar. Oddur og Randalín áttu tvö börn, þau Guð-
mund grís og Ríkizu, og ólust þau upp með móður sinni á Val-
þjófsstað. Guðmundur dó ungur og ókvæntur, svo að ekki er hægt
að telja honum niðja. Um Ríkizu er all't ókunnugt, og engar minj-
ar eru til um hana í þeim gögnum, sem kunn eru. Það verður því
það ömurlega hlutskipti þessara glæsilegu hjóna að hverfa í sög-
una án alla annarra minja en þess, sem kunnugt er um þau sjálf.
Eins og bent er á í kafla Steinólfs hér á undan, eru líkur til þess,
að Randalín ekkja Odds hafi notið Steinólfs við búsýsluna á Val-
þjófsstað, og e. t. v. hefur Þorvarður stuðlað að því, þótt gera
verði ráð fyrir, að hann hafi haft nóg að gera í eigin málum. Goð-
orðin, sem Oddur hafði farið með, hafa orðið forstöðulítil fyrst
eftir fráfall Odds. Þó gæti hugsazt, að Steinólfur hafi farið með