Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 142
140
MULAÞING
þau fyrst í stað. En auðséð er, að Þorvarður hefur haft umráð yfir
þeim við lok þjóðveldisins. Brandur ábóti föðurbróðir þessara
bræðra er svo óljós persóna í þessum málum öllum, að varla verða
rakin áhrif hans á gang málanna í þessu efni. Þó er eins og skíni í
afskipti hans, þegar eftirmálin eftir Odd voru á döfinni og aftur
er Þorvarður var að undirbúa valdaafsal sitt til Noregskonungs.
Brandur virðist hafa haft aðra afstöðu til mála en þjóðhollir áhrifa-
menn. Eins og hér er drepið á, verður ekki betur séð en málefni
Odds hafi verið í ólestri og staða ekkju hans verið bágborin gagn-
vart framtíðinni.
Staða-Arni var sonur Þorláks Guðmundssonar gríss og Halldóru
dóttur Orms í Holtum, fæddur 1237. Þorlákur bjó á Svínafelli að
ráði Orms Svínfellings, en eftir fráfall Orms, að ráði Ogmundar
Digur-Helgasonar, í Kirkjubæ. Ögmundur var tilsjónarmaður Orms-
sona eftir fráfall Orms. Hann var móðurbróðir þeirra Þórarinssona
og Steinunn kona hans föðursystir þeirra og systir Orms. Árni bisk-
up ólst upp í þessu umhverfi og hefur vafalaust verið nákominn
þessum ættmönnum öllum. Hann hefur verið 18 ára, þegar Oddur
Þórarinsson féll. Athygli vekur, að sonur Odds og Randalínar hét
sama nafni og afi Árna biskups. (Biskupas. I. bls. 299).
Hér áður er sagt frá því, að líkami Odds Þórarinssonar hafi ver-
ið kasaður undir kirkjugarðsvegg á Seylu vegna bannfæringar
þeirrar, sem hann féll í. Auðvitað hefur það verið mikið harmsefni
fjölskyldu hans og ættingjum. Það hefur því tiltölulega fljótt verið
farið að reyna til að fá bannfæringunni aflétt. Hér var ekki hægt
um vik, því að leyfi páfa þurfti til þess, og allar þær eignir, 6em
hann hafði átt, þegar hann lézt, þurfti að láta til kirkjunnar til af-
lausnar. Talið var, að eignir Odds hafi numið 70 hundruðum við
fráfall hans, og mun það hafa átt að greiðast til Hólabiskups, þar
sem Oddur dó í banni hans og í hans umdæmi.
Ekkert hafði orðið ágengt í þessu máli, þegar Árni varð biskup
í Skálholti 1269, en þá virðist koma skriður á þetta mál. Þegar
Árni kom út eftir biskupsvígslu, hóf hann aðgerðir í staðamálum
og hélt fljótt til Austfjarða, og er talið, að þar hafi hann haft sýslu.
Hann hefur líklega haft umráð yfir eða eftirlit með goðorðum
Odds, þótt ekki verði því slegið föstu. Árið 1272 fór Árni biskup