Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 145
MÚLAÞING
143
Magnús konungur hefur gert sér glögga grein fyrir því, að gjör-
breytingar þyrfti við á stjórnarfarinu á Islandi, eftir að landið
var gengið undir konung, og honum hefur ekki litizt á Island sem
jarlsdæmi. Að minnsta kosti skipaði hann engan jarl í landinu,
heldur sneri hann sér að lagabreytingum til samræmis við breyttar
aðstæður. Hann skipar því hirðstjóra, þ. e. eins konar landsstjóra,
til að fara með stjórn landsins í umboði sínu. Líklega hefur Þor-
varður verið skipaður með umboðsvaldi fyrst í stað.
Sturla Þórðarson hafði dvalizt við hirð Magnúsar konungs aáðan
1263 og aðallega við ritstörf. Hann ritaði þá sögu Hákonar gamla
og a. m. k. einhver drög að sögu Magnúsar. Sturla var manna fróð-
astur í íslenzkum lögum. Þeim Sturlu og Þorvarði var nú falið að
taka þátt í samningu nýrrar lögbókar fyrir ísland, og árið 1271
sendi Magnús konungur til Islands þá Þorvarð Þórarinsson og
Sturlu Þórðarson með lögbók. Með þeim sendi konungur Eindriða
böggul (Annál. böngul), sem hefur átt að vera sérlegur trúnaðar-
maður konungs.
A Alþingi þetta ár var lögtekinn hluti af lögbókinni, þ. e. það,
sem nefnt var „þegnskaparbálkur og tveir kapítular af erfðabálki.“
(Annálar). Næsta ár var svo öll lögbókin lögtekin, „nema erfða-
bálkur utan þá tvo kapítula, er áður voru lögteknir.“ Að þessu af-
rekuðu á Alþingi hélt Þorvarður til Noregs aftur, og þá fóru Hrafn
Oddsson og Arni biskup líka utan. En Sturla Þórðarson var þá
kosinn lögmaður og var kyrr á íslandi. Þeir komu svo aftur heirn
árið eftir, 1273, og þá var lögtekið það, sem eftir var af erfðabálki
fyrir atbeina Hrafns Oddssonar og Sturlu lögmanns. Það lítur út
fyrir, að Þorvarður hafi verið andvígur þeirri breytingu, sem gerð
var á erfðalögunum og reynt að sporna við því, að sú breyting væri
gerð.
Það var 1271, að Staða-Árni hóf tilkall til kirkjustaðanna á
Austurlandi. Meðal þeirra staða var Hof í Vopnafirði, sem hafði
verið aðsetursstaður Þorvarðar. Varla hefur Þorvarður afhent Hof
með góðu. Og þegar þeir Árni biskup og hann fóru utan 1272, hefur
erindið m. a. verið það, hvað biskup áhrærði, að fá staðfestingu
erkibiskups og konungs á töku staðanna. Þorvarður hefur hins veg-
ar farið utan vegna lögbókarinnar og a. 1. reynt að fá Hof laust