Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 150
148
MÚLAÞINC
Þórarinn hét. í Vallanesártíðaskrá getur Þórarins Odflssonar.
(Árstsk. bls. 134). Samkvæmt henni er hann dáinn 9. nóv., ártals-
ins ekki getið. Jón Þorkelsson getur þess í athugagrein, að þessi
Þórarinn gæti verið sonur Odds. (Ártsk. bls. 243—244). Annars er
ekkert kunnugt um þennan Þórarin.
Fleira en hér er talið er ekki hægt að telja eða benda á með
ákveðnum líkum.
EFTIRHREYTUR
Það vekur athygli, þegar blaðað er í fornbréfum og öðrum gögn-
um, hvað Þorvarðar- og Oddsnöfnin voru fyrr á timum almenn í
Múlasýslum. Grunar mann þá, að Þorvarður kunni að hafa átt
fleiri börn en Odd og að jafnvel kunni að hafa verið til afkomendur
Ríkizu Oddsdóttur, þótt ekkert sé hægt að grafa upp um þetta með
neinni vissu. Mig langar þó til að vekja athygli á nokkrum atrið-
um, sem hafa orðið mér nokkurt umhugsunarefni. Á Bessastöðum
í Fljótsdal er 10. nóv. 1398 undirritaður jarðaskiptasamningur.
Meðal votta að gjörningi þessum var Jón Finnbjarnarson. (Fbr.
III. bls. 638). Jón þessi er vafalaust faðir Finnbjarnar, sem getur
í kaflanum um Steinólf. Líklegast þykir mér, að Jón Steinólfsson
hafi verið afi Jóns þessa Finnbjarnarsonar og að kona Jóns Stein-
ólfssonar hafi verið afkomandi Finnbjarnar Helgasonar eða kona
Steinólfs dóttir Finnbjarnar. Langlíklegast er, að niðjar Steinólfs
hafi hafzt við í Fljótsdal og a. 1. átt þar eignir. Ættartengsl og vin-
átta var á milli Finnbjarnar Helgasonar óg Valþjófsstaðabræðra,
svo að mágsemdir með niðjum þessara ætta voru eðlilegar. Að vísu
hefði Jón Steinólfsson eða Steinólfur ekki þurft að hafa átt konu,
sem var dóttir Finnbjarnar Helgasonar, til að Finnbjarnarnafn
kæmi fram í ætt frá þeim. Finnbjörn var í liði Þorvarðar, þegar
Odds bróður hans var hefnt, og hlaut þar sár, sem dró hann iil
dauða. Líklega hefur verið ofnáinn skyldleiki með Steinólfi og
dóttur Finnbjarnar, til þess að þau hefðu mátt eigast, eins og þá
háttaði í hjúskaparmálum, og sama má segja um konu Jóns, hafi
hún verið afkomandi Finnbjarnar. En hafi Steinólfur verið hálf-
bróðir Þorvarðar og Odds, hefði sá hjúskapur getað verið óátal-
inn, sem bent er á hér áður, Þá væri rétt það, sem Halldór Stefáns-