Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 151
MÚLAÞING
149
son telur. Oddur Ásmundsson á Víðivöllum í Skagafirði seldi Ljóts-
staði í Vopnafirði 5. okt. 1453. Hann varð síðar lögmaður sunnan
og austan á íslandi og bjó þá á Stóruvöllum á Landi.
ísleifur Ásmundsson er vottur á bréfi í Vopnafirði 24. maí 1433
og aftur 9. júní 1444 á öðru bréfi. Kona ísleifs var Ragnhildur Ei-
ríksdóttir systir Orms Eiríkssonar, móðij- þeirra var Járngerður
Ormsdóttir ekkja í Krossavík. Dóttir Isleifs og Ragnhildar var
Járngerður kona Marteins Olafssonar á Hólmum í Reyðarfirði.
Hennar getur 1495 sem eiganda Syðri-Víkur í Vopnafirði, sem
sennilega hefur verið föðurarfur hennar. Sonur Marteins og Járn-
gerðar var Isleifur, sem ásamt föður sínum gerði aðsúg að Stefáni
biskupi Jónssyni. Ráku þeir feðgar biskup af staðnum, líklega með
vopnavaldi, og urðu langvinn málaferli út af þeim atburði og eign-
arheimildum á Hólmum. Skal sú saga ekki rakin hér. Sonur Isleifs
Marteinssonar hefur verið Steingrímur í Berufirði lögréttumaður
faðir Egils í Berufirði.
Nafn Odds Ásmundssonar og jarðeignir þessara Ásmundssona í
Vopnafirði benda mjög í átt til Þorvarðar Þórarinssonar um kyn-
rætur.
Ef svipazt er um í Skagafirði á fjórtándu öld, finnum við þar
nokkur systkini Grímsbörn, og meðal þeirra Þorvarð, sem var prest-
ur, og Odd. Skal þetta ekki rakið frekar hér, aðeins bent á þetta og
möguleika þess, að Ásmundur faðir þeirra Odds lögmanns og Is-
leifs gæti verið afkomandi þessara Grímsbarna, en þau aftur af
Þorvarði Þórarinssyni komin. Oddur Þorvarðarson gæti tímans
vegna verið afi þessara Grímsbarna.
Að lokum get ég ekki stillt mig um að benda á, að í Vilchins-
máldaga um Hof í Vopnafirði getur Steinvarartungu tílheyrandi
Hofskirkju. Steinvör á Keldum var móðir Solveigar konu Þorvarð-
ar, og gæti þetta örnefni bent til þess, að einhverjir niðjar þeirra
Þorvarðar með Steinvararnafni hefðu átt eða haft umráð þessarar
tungu, sem inun vera í nánd við Síreksstaði. Ef til vill er þetta sama
spildan og Tóftarvöllur fyrir utan Síreksstaði, sem Þorsteinn hvíti
eignaðist fyrst í Vopnafirði. Glöggir menn kunna að geta gefið
fyllri og betri skýringar en hér hafa verið settar fram, og er þá
vel og tilgangi mínum náð.