Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 153
MÚLAÞING
151
og um aldamótin 1200. Á Hofi var þá prestur, sem hét Halldór
Hallvarðsson, líklega heimilisprestur Teits.
Af því, sem hér hefur verið bent á, hafa hvorki Hof né Valþjófs-
staður verið eign þeirra, sem bjuggu þar eftir 1179. Staðina hafa
höfðingjar, sem bjuggu þar, haft að léni, hvort sem þeir voru prests-
vígðir eða ekki. Teitur Oddsson hefur farið með völd í nyrðri hluta
Múlasýslna, og er líklegast, að hann hafi fengið þau frá föður sín-
um, sem áður hefur haft öll umráð á Austurlandi.
Séra Sigmundur og Arnbjörg áttu son, sem Jón hét og bjó fyrst
á Valþjófsstað og hefur að líkindum farið eitthvað með völd í
Suður-Múlasýslu, sem voru áður í höndum Odds Gissurarsonar og
Sigmundar tengdasonar hans, eftir að Odds missti við. Kona Jóns
var Þóra Guðmundardóttir gríss á Þingvöllum, dótturdóttir Jóns
Loftssonar. Meðal barna þeirra var Ormur Svínfellingur, sem kem-
ur hér að nokkru leyti við sögu. Jón Sigmundsson bjó á Valþjófs-
stað til ársins 1202, að hann flutti að Svínafelli. Hann mun hafa
farið með goðorðin í suðurhluta Múlasýslna, eftir að faðir hans
lézt, og haft forráð á Valþjófsstað. Þegar Jón fór þaðan, afhenti
hann Teiti mági sínum staðinn og mannaforráð. Hefur Teitur þá
haft umráð Valþjófsstaðar og Hofs í Vopnafirði og allt mannafor-
ræði í Múlaþingi og nyrðra þinginu (Sunnudalsþingi).
Með þessu lauk völdum þessara Svínfellinga í Austfjörðum. Jón
tók þá við goðorðum Sigurðar föðurbróður síns í Skaftafellsþingi.
Launson átti Jón, sem varð eftir á Fljótsdalshéraði og mun hafa
alizt upp hjá Teiti Oddssyni á Valþjófsstað. Kona Teits var Helga
Þorvarðardóttir Þorgeirssonar. Ari faðir Guðmundar góða bisk-
ups var bróðir Þorvarðar föður Helgu.
Dætur áttu þau Helga og Teitur, sem hétu Gróa og Ragnfríður.
Ef til vill hefur Ragnfríður verið móðir Þórarins launsonar Jóns.
Þórarinn tók við Valþjófsstað af Teiti Oddssyni og mannaforræði
á Austurlandi a. 1. 1222, en þá mun Ormur hálfbróðir hans hafa
farið með goðorðin í umboði Teits, sem þá hefur verið orðinn
gamall og lasburða, en Þórarinn fram að því verið of ungur til að
sækja Alþing og standa þar óstuddur fyrir málum. Þegar Arnór
Tumason fór utan 1221, fékk hann Þórarin til að fara með völd
fyrir sig í Skagafirði, og átti hann að gæta héraðsins fyrir mönn-
L