Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 154
152
MÚLAÞING
um Guðmundar biskups, sem voru uin þessar mundir aðsópsmikl-
ir í Skagafirði. Þórarinn þótti ungur og óreyndur til að gæta Skaga-
fjarðar, og voru aðrir settir til þess. Þó var hann með í Grímseyj-
arförinni, þegar barizt var þar og biskup var handtekinn 1222.
Aron Hjörleifsson, sem barðist í liði biskups, særðist þá mikið, en
komst á flótta til Austfjarða. Hann kom þá að Valþjófsstað, og var
bóndi ekki heima. Þar var tekið vel á inóti honum, og hvíldist hann
þar nokkra daga. Aron hélt svo för sinni áfram og kom síðla dags
að Svínafelli, en Ormur lét handtaka hann undir eins og setti hann
í myrkrastofu og ætlaði að láta drepa hann morguninn eftir. Ar-
oni vildi það þá til happs, að Þórarinn bóndi á Valþjófsstað var
þar, sennilega á leið til Alþingis. Þórarinn krafðist þess af Ormi,
að hann léti Aron lausan, og varð Ormur við því, en þótti Þór-
arinn sækja fast málið. í þessari ferð hefur Ormur afhent Þórarni
að fyrirlagi Teits goðorðin formlega líklega á þinginu. Teitur var
á lífi 1222, en dó 1223.
I elii sinni átti Þorvarður Þorgeirsson dóttur, sem hét Berghild-
ur. Hún varð kona Eldjárns í Fljótsdalshéraði. Þessi kona gæti
hafa verið móðir Þórarins. Sennilega hefur hún verið eitthvað á
vegum Helgu systur sinnar konu Teits. Þorvarður Þórarinsson hef-
ur vafalaust borið nafn Þorvarðar frá Hvassafelli.
Allt atgjörvi þeirra Þorvarðar og Odds Þórarinssona minnir
mjög á Þorvarð Þorgeirsson og'bræður hans, svo að ekki er hægt
annað en gera ráð fyrir því, að þeir Þórarinssynir séu af þeim stofni
komnir.
Hvað sem um móðerni Þórarins er, hefur Þorvarður borið nafn
Þorvarðar Þorgeirssonar, en Odds nafn er vafalaust Odds Gissur-
arsonar, og líklegast er það eftir Oddi Kolssyni Síðu-Hallssonar.
Þessar nafngiftir þeirra Valþjófsstaðabræðra benda frekar til þess,
að Teitur Oddsson hafi verið afi Þórarins og Helga Þorvarðardótt-
ir amma hans, að minnsta kosti, að Þórarinn hafi alizt upp í skjóli
þeirra. Kona Þórarins var Helga Digur-Helgadóttir frá Kirkjubæ
á Síðu, systir Ögmundar, sem þar bjó. Eitt af því, sem enn styður,
að móðurætt Þórarins hafi verið sú, sem bent er á hér að framan,
er, að Ogmundur sneis, bróðir þeirra Helgu og Berghildar Þor-
varðardætra, fluttist á efri árum að Hofteigi. Hann var í liði Þór-