Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 155
MÚLAÞING
153
arins, er hann var á leið til liðveizlu við Kolbein unga. Þá var Ög-
mundur á áttræðisaldri. „Og sögðu menn svá, at hann þætti þar þá
vigligastr í því liði.“ (Sturl. II. bls. 243).
Meðan Þórarinn fór með völd, varð enginn til að véfengja rétt
hans til goðorðanna á Austurlandi. Þórarinn fór utan 1237, og þá
hefur hann beðið Orm hálfbróður sinn að fara með goðorðin, með-
an hann var fjarverandi og synir hans ekki fullþroska. Þórarinn
lézt í Noregi 1239. (Konungsann.). Þá eru synir hans vart tvítug-
ir, en hafa þó tekið við goðorðum af Ormi, áður en hann dó, en
hann lézt 1241. Þeir virðast hafa skipt með sér þannig, að Oddur
fékk syðri hlutann og bjó á Valþjófsstað, en Þorvarður nyrðri
hlutann með búsetu á Hofi í Vopnafirði. Teitur Hallsson, sonur
Gróu Teitsdóttur, virðist hafa verið óánægður með, að þeir bræður
fengu umráð syðri goðorðanna, og hefur snúið sér til Sæmundar
sonar Orms á Svínafelli og óskað liðveizlu hans til að ná rétti þeim,
sem hann taldi sig eiga. Hann sagði, að móðir sín og Ragnfríður
systir hennar hafi sagt, að Ormur hafi ekki haft leyfi til að afhenda
goðorðin frá réttum erfingjum. Ormur hefur hins vegar vitað, að
Þórarinssynir voru réttir aðilar til að taka við goðorðunum og af-
hent þeim þau.
Sæmundur gerði tilraun til að brigða rétti Þórarinssona til
syðra goðorðsins með tilstyrk Þórðar kakala, sem þá réð mestu
á Islandi. Um þessa goðorðadeilu má lesa í Sturlungu, og vísast
til þess.
Samkvæmt því, sem rakið er hér að framan, er lítið af blóði
Svínfellinga í sonum Þórarins. Það voru aðrir stofnar, sem þeir
sóttu atgjörvi sitt til, hver svo sem móðir Þórarins hefur verið.
r
ÁR 1606. Sú fregn berst að austan, að skrímsli það í orms líki, sem þegar
lengi hefur dulizt í Lagarfljóti, hafi teygt sig upp úr vatninu ineð þrefaldri
kryppu og látið sjá sig í tvo daga . . . . Ur miðsumri þetta ár sá Gísli Finns-
son á Skeggjastöðum á Héraði, einkar mikilsmetinn og trúverðugur maður,
tindrandi stjörnu að kvöldi dags; hún var skærari en sólin og stærri en aðrar
stjörnur og hreyfðist hægt niður á við í austur yfir Sandfelli. Síðan þóttist
hann í sömu stjörnu sjá mannsmynd líða niðttr með útbreiddum höndum. Hann
kallaði því á heimafólk sitt til að sjá þetta, og bar sömu sýn fyrir það. Eftir
það hvarf hún þegar í stað.
(íslcnzk annálsbrot Gísla biskups Oddssonar).