Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 156
HRÓLFUR KRISTBJÖRNSSON:
Brot úr sögu vegagerðar
í Suður-Múlasýslu
Fyrsti vegaverkstjóri, sem ég hef heyrt getið um á Austurlandi,
var Jón Finnbogason. Hann var fæddur um 1837 á Víðilæk í Skrið-
dal og dó 1906 á Ásunnarstöðum í Breiðdal. Finnbogi var sonur
Isleifs Finnbogasonar bónda á Hallberuhúsum á Völlum og síðar
á Geirólfsstöðum í Skriðdal. Allir þessir menn voru smiðir góðir
og orðlagðir fyrir vandvirkni.
Jón bjó á Höskuldsstöðum í Breiðdal og síðar á Ásunnarstöðum,
mesti myndarmaður, vegaverkstjóri og yfirsetumaður (ljósfaðir).
Hann smíðaði sjálfur fæðingartengur til þess að taka með börn,
þegar illa gekk fæðing. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var
Hildur Jónsdóttir frá Höskuldsstaðaseli. Þau áttu tvö börn, Finn-
boga, sem varð úti á Hallormsstaðahálsi uppkominn, og Ragnheiði.
Þegar Finnbogi varð úti, var maður sendur suður í Breiðdal til
þess að segja Jóni frá því, en sendimaður mætti Jóni á Breiðdals-
heiði, og er þeir höfðu heilsazt, sagði Jón:
— Þú þarft ekki að segja mér erindið, því að ég hef séð það, að
Finnbogi minn varð úti á Hallormsstaðahálsi.
Jón var þarna með smíðaáhöld sín til þess að smíða utan um
hann, en Jón var iíkkistusmiður. Jón var einn af þeim mönnum,
sem hafa þessa svokölluðu fjarskyggnissjón eða -gáfu, og eru um
það margar sagnir sannar, en nú kannske orðnar ýktar eða aflag-
aðar í meðförum. Þessi er þó talin ábyggileg, því að honum hafi
ekki getað borizt fréttin með eðlilegum leiðum.