Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Blaðsíða 157
MULAÞING
155
Síðar giftist Jón Guðlaugu Jónsdóttur. Hún var systir Jóns Jóns-
sonar bónda á Þorgrímsstöðum fyrir eða um 1920. Guðlaug átti
heima á Asunnarstöðum, og bjuggu þau þar. Hún varð háöldruð.
dó 19. nóvember 1934 og hafði þá tvo um nírætt.
Guðlaug var ljósmóðir og mun hafa fengið einhverja menntun í
þeirri grein, en talið var, að Jóni hafi heppnazt betur en henni, og
sagnir herma, að þegar komið var að sækja þau og ekki var tiltek-
ið, hvort þeirra kæmi, þá hafi Jón ýmist sagt: „Far þú, Lauga mín;
þetta gengur allt vel,“ eða þá: „Það er vissara, að ég fari,“ eða í
þriðja lagi: „Far þú, Lauga mín; ég kem, ef með þarf.“ En þar
sem ég ætlaði ekki með þessum línum að skrifa um ljósföðurstörf
eða ljósmóðurstörf þeirra hjóna, læt ég hér staðar numið, enda þótt
af nógu sé að taka.
Á meðan einokunarverzlun var við líði, var aðalkaupstaðarleið
Austurhéraðsmanna yfir Eskifjarðarheiði á Eskifjörð og hélzt svo
lengi, eftir að einokun var afnumin. Og eftir að fastar póstferðir
komust á, gekk póstur af Eskifirði til Hornafjarðar, og var sá veg-
ur kallaður póstleið eða póstvegur, og lá hann sem hér segir: Upp
Eskifjarðarheiði í Tungudal og út Eyvindardal austan Eyvindarár
um Þuríðarstaði, Dalhús og Miðhús, í Höfða fyrst, en síðar í Eg-
ilsstaði og þaðan suður um Ketilsstaði, Eyjólfsstaði, Ulfsstaði,
Gíslastaði og Grófargerði og yfir Gilsá, sem skilur Valla- og Skrið-
dalshrepp. Mun snennna á árum hafa komið brú á hana. Annars
þurfti að fara upp hjá hinu forna býli, Hátúnum, þegar vatnavext-
ir voru, því að Gilsá er vont vatnsfall í vatnavöxtum. Því var hún
snennna brúuð. Skannnt frá Hátúnum eða upp við Hjálpleysudals-
mynni heitir enn í dag Hátúnavað, og mun það sjaldan óreitt. Síð-
an lá póstleið um Stóra-Sandfell suður Skriðdal og í Arnhólsstaði;
þar mun oftast hafa verið bréfhirðingarstaður. Póstleiðin lá svo
suður yfir Breiðdalsheiði og um Þorgrímsstaði, Höskuldsstaðasel
og í Höskuldsstaði, þar var bréfhirðingarstaður, og þaðan yfir
Berufjarðarskarð í Berufjörð, út með Berufirði sunnanverð'um og
á Djúpavog. Síðan suður með byggð og sjó að Starmýri í Álfta-
firði og yfir Lónsheiði í Stafafell, þá suður Lón og yfir Almanna-
skarð í Hornafjörð. Einnig gengu aukapóstar af Eskifirði til Stöðv-
arfjarðar og Norðfjarðar og víðar.