Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 158
156
MULAÞING
Þessari aðalpóstleið hef ég lýst, af því að á þessari leið munu
fyrst hafa verið gerðar vegahætur. Mun það hafa verið fyrsti veg-
urinn í Suður-Múlasýslu, sem hlaut nafnið þjóðvegur, og þar sem
landssjóður lagði stundum til fé til endurbóta, var hann stundum
nefndur landssjóðsvegur. Á þessum vegi hlaut Jón Finnbogason
stéttarhei'tið vegaverkstjóri. Var sýslumaður Suður-Múlasýslu yfir-
maður hans og úthlutaði fénu, sem til hans var lagt, en eftir hvaða
reglum, veit ég ekki. Ekki veit ég heldur, hvað umdæmi Jóns náði
langt, en heyrt hef ég hans getið sem verkstjóra á Eskifjarðarheiði
og á Berufjarðarskarði og þar á milli. Hve lengi hann var vega-
verkstjóri, veit ég ekki, en um og fyrir 1880 var hann vegaverk-
stjóri og líklega Iengur. Sá háttur var þá að einhverju leyti á hafð-
ur, að póstarnir lögðu fram kvartanir sínar fyrir sýslumann, þar
sem þeim þótti vegur vondur, og sýslumaður athugaði veginn á
þingaferðum. Á þingaferðum varð til sú skrýtla, sem nú skal greina:
Eitt sinn þegar Jón var að vinna að vegagerð og vörðuhleðslu á
Breiðdalsheiði, kom sýslumaður þar til hans á þingaferð, og taka
þeir tal saman, og meðal annars segir sýslumaður:
— Mér finnst verkamennirnir halda illa áfram við vinnuna hjá
þér.
— Nei, greyið mitt, svarar þá Jón (greyið mitt var orðatiltæki
hans) — þeir standa bara núna, því að þeir hafa svo gaman af að
skoða sýslumanninn.
Ég hef ekki farið yfir Eskifjarðarheiði Eskifjarðarmegin, að-
eins komið á Urðarflöt, sem er á háheiðinni. En ég hef heyrt nú-
tímamenn dást að miklum og haganlega gerðum mannvirkjum þar.
Ég býst við, að þau séu gerð undir verkstjórn Jóns, og ég heyrði
um þau talað í æsku. Þó getur verið, að þar eigi fleiri þátt í, sem
hafa verið verkstjórar síðar.
Snemma á þessu tímabili eða máske fyrr var byggð brú á ána
Slenju (Slenjudalsá), og er það allmikið mannvirki, háir stöplar
hlaðnir úr tvöföldu grjóti, og heyrði ég Jón Finnbogason tengdan
því verki, en hvort það var við nýbyggingu eða endurbyggingu
þeirrar brúar, fullyrði ég ekki. Slenja hefur verið vondur farar-
tálmi á svo fjölfarinni leið og Eskifjarðarheiði var á fyrri tímum og
ekkert vað á henni nema á flatri klöpp eða fossbrún eða skammt