Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 159
MÚLAÞING
157
frá fossbrún, enda hafa nokkrir drukknað í henni, áður en hún
var brúuð. Sums staðar eru vegir, sem Jón lagði, enn í dag notaðir
sem bílvegir án endurbóta annarra en malburðar, t. d. Haugatorfa
skammt utan við Hauga i Skriðdal, og þegar bílvegur var lagður
yfir Breiðdalsheiði 1939, var víða notaður sá vegur, sem Jón lagði,
aðeins breikkaður á stykkjum, og á tveimur stöðum voru þar háar
brýr byggðar yfir grafninga. Þær standa enn. Einnig standa þar
margar vörður, sem byggðar voru undir hans stjórn sem vegvísir
yfir heiðina í dimmviðri. Nú er búið að leggja nýjan veg yfir
Breiðdalsheiði á öðrum stað, en gömlu hleðslurnar Standa enn sem
minnisvarði á háheiðinni, en að sunnan eða í brekkunum niður í
Breiðdalinn eru jarðýturnar búnar að eyðileggja öll hans verk. A
Berufjarðarskarði hefur til þessa dags sézt eitt mikið mannvirki
frá hans tímum. Það er, að mig minnir, 18 metra hár grjótkantur,
hlaðinn yfir gil í svonefndri Kinn, og hefur þetta verið svo vel hlað-
ið, að aðdáunarvert er. A þeim árum voru ekki verkfæri til vega-
gerðar önnur en járnkariar, rekur, sleggjur og handbörur.
Vegurinn var þannig gerður, að hlaðinn var kantur úr grjóti,
þar sem þess var kostur, og fyllt upp með grjóti, þar sem fáanlegt
var, og jafnað svo ofan á með möl, sem borin var á handbörum eða
jafnvel á pokabrigðum, sem tveir menn báru á milli sín, þegar bör-
ur þraut. Þar sem ekki var fáanlegt grjót, var notuð snidda í kanta
og fyllt upp með sama efni og borin möl yfir, ef þess var kostur að
fá hana svo nærtæka, að vinnandi verk væri að koma henni með
slíkum tækjum, enda reyndust moldarbrýrnar litils virði.
Rennur voru hlaðnar upp úr grjóti og hellur lagðar yfir. Voru
hellurnar stundum langt að fluttar. Til var það, að rennur væru
byggðar upp úr torfi og hlaðnar saman, en hvergi 'hef ég séð það
á vegagerð frá þeim tíma, sem Jón Finnbogason var verkstjóri.
Hvenær Jón hætti vegaverkstjórn, veit ég ekki.
En það voru líka til aðrir vegir, sem nefndir voru sýsluvegir og
hafa heyrzt orðaðir til skamms tíma. Einn af þeim var vegurinn af
Eskifirði yfir Hólmaháls, um Reyðarfjörð og yfir Þórdalsheiði,
yfir Skriðdal og Hallormsstaðaháls hjá Geirólfsstöðum og í Hall-
ormsstað. Á árunum á milli 1880 og 1890 var lagður vegur yfir
Hólmaháls, sem var á sinni tið nokkurt mannvirki. Verkstjóri var