Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 160
158
MÚLAÞTNG
þar Björn Jónsson, og var hann vestan af ísafiröi og prestssonur
og hafði lært til vegagerðar í Noregi. Hann var almennt nefndur
Björn Isfirðingur og varð bóndi á Sléttu í ReySarfirSi og síSar
á Gestsstööum í FáskrúSsfirði og dó þar.
Björn var fá ár verkstjóri. Vegir, sem hann var verkstjóri yfir,
þóttu dýrir. Sem dæmi mætti nefna brú, sem hann byggði yfir
svonefnda Illukeldu skammt utan við Hólma, og var í háðungar-
skyni kölluð HundraSakrónu eða HundraSabrautin. Nafn þetta
festist þó ekki við hana til langframa og sennilega gleymt nú, en
brautarstúfur þessi stóð óhaggaður, löngu eftir að bílar fóru að
fara um hana, og til skamms tíma sáust vegkantar óhaggaðir, sem
hann byggði á þeirri leið. MaSurinn var vandvirkur, eins og tún
og vörzlugaröar, sem hann byggði á Sléttu, sýna. Þeir hafa staÖið
þar til skamms tíma og máske enn. Hvort hann hefir nokkurn tíma
verið verkstjóri á þjóðvegum, veit ég ekki.
Eftir báða þessa menn, Jón Finnbogason og Björn Jónsson, hefi
ég séð vegi hellulagöa eins og bæjarstéttir voru til forna, þar sem
gljúpt var undir eða hætt viS vatnsrennsli eftir þeim, og svo var
dreift fínni möl yfir, þar sem þess var kostur með þeirra tíma tækni,
en annars staðar mold, og var þetta kallað að flóra veginn.
A miili 1890 og 1900 er á Héraði verkstjóri, sem hét Páll, og
mig minnir hann vera Pálsson. HvaSan hann var upprunninn, veit
ég ekki. Persónuleg kynni hafði ég ekki af honum, aðeins sá hann,
og mig minnir þetta vera fremur lágvaxinn maður, kvikur á fæti og
með dökkjarpt alskegg. Einhverja menntun hafði hann fengið í
vegagerð.
Með komu þessa manns varö bylting í vegagerö á Héraði og jafn-
vel á Austurlandi. Byltingin var í því fólgin, að nú komu fullkomn-
ari tæki, tvíhjólaöir vagnar (kerrur), hjólbörur (trillur), sem ekiö
var, stundum langar leiöir, á plankabrautum með sniddu og ann-
að efni í kanta og uppfyllingu, og haki eða íshögg til þess að losa
upp möl í vegina. Áður þekktust ekki kerrur nema se.n skrautmun-
ir, til dæmis stóð blámáluð kerra viS kirkjugarðinn á Eiðum, en
bændaskólanemendur óku skít á túnið á hjólbörum og sleöum og
fluttu á hestum í hripum, en kerran var aldrei snert til þeirra hluta.
Þetta mun hafa verið um 1890. Onnur kerra fúnaði niöur í þúfna-