Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 164
162
MÚLAÞING
íslenzkn. Vinnuflokkurinn skiptist fljótt í tvo flokka, annan sem
íylgdi Jens og hinn sem fylgdi Guðmundi. Flokkur Guðmundar hélt
til í kofanum á dalnum, og kallaði Jens þann flokk damerne pá
dalen, því að honum þótti þeir linir af sér í vondum veðrum, en
flokkur Jens leitaði sem mest til byggða um nætur. Svo komu Hér-
aðsmenn á móti, og eftir það gengu flutningar greiðlega. Efnið
komst alla leið, og var það mest þakkað góðri stjórn Jens.
Nú kom annað fyrir, sem tafði brúarbygginguna um eitt ár.
Staurar þeir, sem reka átti niður í fljótið, reyndust of stuttir.
Þeir stóðu ekki upp úr vatninu, og varð því að panta nýja staura
og aka um vegleysur yfir Fagradal.
Enn var rifizt um, hvort akvegurinn ætti að koma yfir Fjarðar-
heiði eða Fagradal. Guðmundur (líklega Guðm. Hávarðsson) skrif-
aði langa grein í Seyðisfjarðarhlöðin, í Bjarka minnir mig, og
skildi ekkert í því, að menn skyldu ekki geta skilið það og séð, að
snjórinn fýkur af hæðunum og ofan í dældirnar, og þegar allur
snjór væri fokinn og bráðnaður af Fjarðarheiði, þá væri Fagridal-
ur fullur af gaddi, og þó að Fjarðarheiði væri brattari, þá væri
hún helmingi styttri, svo að fara mætti tvær ferðir yfir hana, á
meðan ein væri farin yfir Fagradal.
Vorið 1903 var búið að taka Fagradalsveg í þjóðvegatölu, og
voru að mig minnir lagðar til hans 6000 krónur, og jafnhá upphæð
var lögð til Fjarðarheiðar. Verkstjóri var sendur frá Reykjavík,
sem átti að skera úr um það, hvor leiðin yrði valin. Hann byrjaði
um vorið á því að leggja veg af Búðareyrinni og komst inn á nes-
hakkann fyrir innan og neðan Kollaleiru (Kollaleirukrókinn). Þá
voru peningarnir búnir. Sá vegur þótti einhver vandaðasti stúfurinn
á Fagradalsvegi.
Sú upphæð, sem lögð var til Fjarðarheiðar, var notuð á þann
hátt, að lagðir voru brautarstúfar, þar sem verstu ófærurnar voru.
Helztu stúfarnir voru: Sá fyrsti fyrir utan Miðhús, annar út Löngu-
hlíðina og sá þriðji á Gúlnum milli Stafanna.. Auk þess voru hlaðn-
ar upp allar vörður frá Norðurbrún og austur á Kötluhraunshala
og hinar lagaðar til austur á Fell og sett beinakerlingarvísa í hverja
vörðu. Flestar munu þær nú gleymdar, en sem sýnishorn er þessi: