Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 167
HALLDÓR PÉTURSSON frá Geirastöðum:
Konungskoman
á Loðmundarfjörð 1907
(Stuðzt við sögn Sigurðar Sveinssonar Borgarfirði).
Sumarið 1907 var Friðriks konungs áttunda von til íslands. Eins
og gefur að skilja, þar sem í hlut á konungur af guðs náð, var hér
undirbúningur eftir getu og skipulagt, hvar konungur skyldi hafa
viðkomu.
Einn af þessum stöðum var Seyðisfjörður, sem þá mátti heita
höfuðstaður Austurlands. Seyðisfjörður hafði byggzt upp af síld-
veiðum, verzlun og siglingum á stuttum tíma. Aflið af íbúunum
var fínt fólk, sem kallað var, en fátt af verkafólki, stéttaskipting 6Ú
mesta, sem þekktist á Austurlandi og bæjarlífið á ýmsan hátt út-
lenzkulegt.
Helzta áhyggjuefni ýmissa Seyðfirðinga vegna konungskomunn-
ar var, að einhverjir mundu draga að hún bláhvíta fánann, stú-
dentafánann, sem kallaður var og margir dáðu.
Þetta kemur bezt fram í smágrein í Austra 10. ágúst þetta ár,
þar sem rætt er um konungskomuna:
„Og þótt vér höfum orðið varir þess, að einstaka ofstopafullir
æsingamenn hafi viljað blanda saman við móttöku hátíðarinnar því
(þ. e. stúdentafánanum), sem gæti orðið til að styggja konung og
spilla fyrir málstað vorum, þá vonum vér, að aðrir menn, þó sér-
staklega bæjarfógetinn, sjái um, að æsingamenn fái ekki vilja sín-
um framgengt til vanvirðu fyrir Austfirðinga.
En vilji þessir menn endilega „demonstrera,“ þá geri þeir það