Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 169
MÚLAÞING
167
fjarðarins. Skipin lágu þannig, að' tvö voru innar, en hin utar.
Baldvin sigldi ófeiminn milli skipanna með fánann við hún, og hef-
ur hann þó eflaust vitað, að hann var ólöglegur í augum Dana.
Skipin lágu öll fyrir akkeri og ætluðu sýnilega ekki að hreyfa
sig strax, heldur að koma á tilsettum tíma til Seyðisfjarðar. Við
sigldum svo okkar leið til Seyðisfjarðar.
Nú víkur sögunni aftur til Loðmundarfjarðar, og styðst ég þar
við frásögn föður míns. Rétt eftir að við sigldum framhjá skipun-
um, er báti skotið út frá konungsskipinu og róið upp í Miðlend-
ingu. Faðir minn sá til bátsins og heldur til sjávar, því að það var
fastur siður, ef bát bar að. Þegar hann kemur niður í lendingu, er
konungur stiginn á land, Haraldur prins og þriðji maður. Fjórir
hvítklæddir menn biðu á bátnum úti fyrir. Sveinn vísaði þá báts-
verj um í hlé bak við sker, því að þar var lægi gott. Konungur heils-
ar Sveini með handabandi. Kveðja Sveins mun hafa verið vanaleg
kveðja, því að lítt mun hann hafa kunnað til hirðsiða, enda hisp-
urslaus að eðli og enginn uppskafningur. Það fyrsta, sem konung-
ur spyr um, er, hvort bátur þessi, er hann bendir til, hafi ekki verið
að fara til Seyðisfjarðar til að vera við athöfnina, og segir Sveinn
svo vera.
Þá innir konungur eftir því, af hverju Sveinn hafi ekki farið
með, en hann svarar eitthvað á þá leið, að hann hafi ekki haft
hentugleika á því. Konungur býður honum þá að vera með til Seyð-
isfjarðar, en hann svarar því sama til.
Það skildist Sveini, að konungur teldi bátinn hafa siglt undir
óiöglegum fána og lét í ljós óánægju yfir því. Einnig spurði hann
að því, hvort yfirvald þeirra hefði verið með bátnum. Konungi mun
ekki sízt hafa sviðið, að báturinn skyldi hafa siglt á milli skipanna,
og talið slíkt ögrun.
Furðanlega greiddist úr samtalinu, því að ekki mun Sveinn hafa
verið vel fær í dönskunni frekar en konungur í íslenzkunni, annars
er mér ekki kunnugt um, hvort hann hefur eitthvað skilið í íslenzku.
Konungur æskir nú þess að ganga upp á bakkana, og gengur
Sveinn með þeim. Blómgresi mikið vex þar í stöllum í bökkunum,
og dáði konungur það mjög. Prinsinn og fylgdarmaður fóru að
klifra niður og ná í blóm, en bakkar þessir eru ekki greiðfærir við-