Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 172
ANDRÉS B. BJÖRNSSON:
Teflt á tæpasta vað
Á einmánuði 1919 rak ég ær mínar í góðu veðri til beitar út
og upp í fjall. Ærnar dreifðu sér að venju um kinnar og nafir.
Þegar á daginn leið, fór að kakla á norðaustan með dálitlu fjúki
og útlit fyrir versnandi veður með kvöldinu. Þegar ég hýsti féð,
vantaði 19 ær. Eg taldi, að þær hefðu rásað norður í Krossfjöru i
Njarðvíkurskriðum í þaraleit, en þangað norður er ekki löng leið
úr útfjallinu, og gátu þær hæglega hafa leitað þangað, enda ekki
óvanalegt. Eg hraðaði mér því af stað norður og fór beinustu leið
út Landsenda. Þegar ég kom norður undir Skriðurnar, á Skriðu-
víkurbarm, stanzaði ég og leit til baka inn með sjónum, en með
Landsendanum eru víða þaraflúðir hættulegar sauðfé og eftirsóttar
af því. Og um leið sá ég, að ekki þurfti lengra að leita norður á
bóginn, því að ærnar blöstu við mér á svonefndri Flötuklöpp eða
Flötuflúð skammt suður með Landsendanum, stóðu þar í einurn
hnapp.
Eg hentist til baka í einum spretti allt niður á klöppina í fjör-
unni ofan við flúðina. Þetta er nokkuð stór flúð og liggur skammt
frá landi. Hún er ekki há úr sjó, er þó hæst yzt, en hallar dálítið í
átt til lands að klettagarði í fjörunni. Á fjöru er svo til þurrt út í
flúðina, þar sem grynnst er, og þar er líka eina færu leiðin fyrir
kindur, en þó verða þær að prikast niður bratta og stórgrýtta urð
til að komast niður og getur orðið erfitt að komast til baka, ef þær
eru þungar á sér. Á flóði dýpkar svo við landið, þar sem lægst er,
að sundið verður óvætt. I stilltu veðii og ládauðum sjó er fé ekki
hætí á flúðinni, það stendur af sér flóðið, en í brimum þvær yfir
flúðina alla, og þá er þar engin lífsvon fyrir kindur, sem þar flæðir
uppi, þar sem landtakan verður ófær, þegar hækkar í, og straum-
fyllur ganga gegnum sundið.