Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 175
MÚI.AÞING
173
bólgu, lá í tvo eða þrjá daga og stóð ekki upp aftur. Þetta var fal-
legasta ærin, sem ég átti. Skrokkurinn vó 48 pund og mikill mör.
Anum kom það betur, að þær voru ekki á horleggjunum. Slappar
ær, langt komnar á meðgöngutíma hefðu ekki þolað að fá svona busl.
Það var einsdæmi, að svona margar ær færu út á Flötuklöpp í
einu. Þó fóru kindur oft þangað út, og þurfti oft að hafa vakandi
auga með því. En svo má heita, að meðfram endilöngu Neslandi séu
flúðir og sker bráðhættuleg sauðfé, þegar brimi hleypir upp og eins
meðan lömb eru ung. Upp af Flötuklöpp komust lömb alls ekki
hjálparlaust, fyrr en þau fóru að stálpast.
Ég átti fyrir mörgum árum svartsmokkótta á sérstaklega stóra
og duglega. Hún var alltaf tvílembd. Hún sótti mikið á þessa flúð,
einkum á vorin. Eitt vor átti Smokka tvö lömb smokkótt. Hún hélt
vana sínum að fara á þessa flúð með lömbin. Einn morgun er ég
að reka upp af flúðunum. Þegar ég sé Flötuklöppina, er Smokka
þar. Ég hóa hastarlega. Smokka tekur snöggt viðbragð, hendist upp
á klöppina fyrir ofan flúðina og upp á bakka skammt frá mér.
Lömbin fylgdu henni, orðin um hálfs mánaðar gömul. Smokka
stanzar augnablik á bakkanum og hnígur niður — steindauð. Stór
æð innan í bakinu á henni hafði sprungið við stökkið.
„ . . . OG BER ÞEIM IIREPPSTJÓRUM . . . .“
Preben Theodor Emanuel Böving
sýslumaður í Norðurmúlasýslu
Kunngjörir: að þar eð Þorsteinn Jónsson í Geitavík í Borgarfjarðarhreppi,
er ásamt hyski hans með brjefi sýslumannsins í Suðiirmúlasýslu af 4. maí þ.
á. viðurkenndur sveitlægur f Eyðahrepp í Suðiirmúlasýslu, þá á nú að flytja
hann á sveit sina; ber því hreppstjóranum í Borgarfjarðarhreppi að annast
um fátækraflutning hans til hreppstjórans í Hjaltastaðahrepp, og þaðan á
flutningurinn að fara beina leið fram til hreppstjórans í Eyðahrepp, og her
þeim hreppstjórnm þar sem leið hans liggnr um að styðja að flutningi hans
á vanalegan hátt.
Vegaseðill þessi á að fylgjast með tjeðum Þorsteini Jónssyni og hyski hans
og afhendast hreppstjóranum í Eyðahrepp.
Til staðfestn nafn mitt og embættisinnsigli.
Skrifstofu Norðurmúlasýslu þ. 15. maí 1880.
Vegaseðill P- fíöving.
fyrir Þorstein Jónsson í Geitavík í Borgarfjarðarhreppi ásamt hyski lians til
Eyðahrepps í Suðurmúlasýslu.