Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 176
SIGURÐUR Ó. PÁLSSON:
Haustflæsa
Hann stóð á bæjarhellunni, og golan ýfði hvíta lokkana, sem
slóðu niður undan húfunni að aftan, sperrti augabrúnirnar og
glennti upp augun, eins og hann byggist við að sjá, ef hann opnaði
þau nógu mikið.
Nei, hann sá ekkert.
Hvað ætti hann svo sem að sjá, steinblindur maður í þrettán ár?
Hann sneri andlitinu í goluna og fann að hún stóð vestan. Átt-
irnar hafði hann enn, þótt ekkert gæti hann séð.
— Það er hlökurinn, tautaði hann. — Það er blökurinn. Það ætti
að þorna í Fjallinu í dag, það ætti að þorna. 0, það þornar víst,
ekki hætt við öðru. Barann rífi sig nú ekki upp. Það er stundum
grunnt á gustinum, þegar hann er við þessa áttina og komið undir
göngur.
Hann fann, að sólin skein í andlit honum.
Það mundi vera liðið að nóni, eða vel það.
Blessuð sólin, hún yljaði honum þarna á bæjarhellunni.
Það var svo sem kominn tími til að hún sýndi sig, varla komið
þurr dagur síðan fyrir höfuðdag, þangað til hann fletti af sér í
fyrrakvöld. Já, já, þriggja vikna óþurrkakafli og húið að losa ein-
hver býsn í Fjallinu. Bærilega sprottið, sögðu piltarnir, kafioðnar
gonturnar. Hann ætti að kannast við það. Hann átti ekki svo fá
ljáförin í fjallinu því arna frá fyrri tíð, eða hrífuförin. Æjá, það
var nú búið að vera.
— Það er blökurinn, tautaði hann aftur, — það er flæsan.
Hann lagði af stað vestur með bæjarveggnum, þreifaði eftir hon-
um með annarri hendinni, en bar fyrir sig stafinn með hinni, fann
eitthvað strjúkast við fót sér, nam staðar og þreifaði fyrir sér.
Nú. það var þá kattarkvikindið.