Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 177
MÚLAÞING
175
Lúra, lúra, sagði hann í gælutón og strauk kettinum, lúra, lúra,
greyið, greyið. Og kisa iðaði öll. Hann strauk henni alveg frá haus
og aftur á rófuhrodd og fann skottið kvika á lófa sér.
Hann talaði við köttinn:
— Jæja greyið, greyið. Við erum þá tvö heima í dag, allir aðr-
ir uppi í Fjalli. Meira að segja hundaskammirnar. Ekki held ég þeir
tolli heima hjá manni, þegar annað eins stendur til.
Hann tyllti sér á stéttina og hélt áfram að strjúka kattarkvikind-
inu, og kattarkvikindið velti sér um hrygg, svo að hann gæti strok-
ið því á kviðnum, og það engdist sundur og saman af sæld undir
beinaberri hendi hans, malandi.
Hann hélt áfram að tala við kattarkvikindið sitjandi á stéttinni,
og húfuskyggnið slútti fram yfir andlit hans, svo að sólin náði að-
eins að skína á hvíta skeggbroddana á hökunni.
Stráktötrið átti svo sem að vera heima mér til afþreyingar, jú,
jú. Móðir hans ætlaði honum það. En hann ætlaði þá hreint að
tapa glórunni og hrein eins og bestía. A endanum mátti hún svo
dragast með hann með sér upp í Fjall, þegar hún fór um hádegið.
Það er allt látið eftir þessu nú á dögum, það emjar bara og fær það
sem það vill.
Sá verður þá líkast til til vikanna á engjunum, þessi vesalingur,
sem stendur hvorki aftur eða fram úr hnefa, þó aldrei nema þetta
sé farið að potast með hrífuleikspil um hlaðvarpann stund og stund
á sumardögum.
Ojæja, þetta er nú einusinni ungt, og það var svo sem eðlilegt, að
skinnið langaði til fólksins. Lítið gaman að vera heima hjá afa
gamla. Strákskinnið. 0, þetta er svo sem artugt hró. Það má hann
eiga. Hann er að leiða mig stundum úti við og gerir það með góðu.
Verst þegar hann er að grípa stafinn minn án þess ég viti og ríða
honum út um allt tún og ég bjargarlaus án stafkróksins.
En hann skilar honum ætíð, þegar einhver kallar til hans fyrir
mig — það gerir hann, tötrið.
Lúra, lúra. Hann fálmaði kringum sig. Hvar ertu greyið?
Nú, kattarsneypan er þá farin. Hvað ætli hún sé líka að halda
manni selskap til lengdar, hefur kannski séð lóupísl niðri á túni.
Þetta er að veiða er mér sagt.