Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 178
176
MÚLAÞING
Hann síóð á fætur og fikaði sig aftur út stéttina, fram hjá bæjar-
dyrunum og út með baðstofuveggnum. Hann pjakkaði fyrir sér með
stafnum og sló honum út annað veifið eins og hann væri að þreifa
eftir einhverju með honum.
Nei, hér var ekkert að finna. Það hafði enginn haft sinnu á að
halda á spýtukubba neðan frá sjónum, síðan honn þornaði til. Jæja,
hann nuddaði þá ekkert niður í eldinn í dag. Ekki hefði nú samt
verið vanþörf á að hafa einhverjar flísar til að lífga hann við í
kvöld, þegar fólkið kæmi af engjunum. Líkast til enginn gefið 6ér
tíma til að skreppa eftir svarðarpoka heldur. Nei, það var engin
spýta og ekkert að gera. Það var heldur óskemmtilegt. Það átti
aldrei við hann iðjuleysið, ónei, iðjuleysið átti ekki við hann og
hafði aldrei átt.
Hann var kominn út á móts við baðstofuhornið. Þar staldraði
hann við og studdist fram á stafinn sinn. Verst að hafa öngva spýtu.
Siðan tók hann að fika sig upp með baðstofustafninum.
Allt í einu rak hann stafinn í eitthvað. Hann þreifaði fyrir sér.
Jú, hér var spýta, stærðar kubbur, sem reis upp við baðstofustafn-
inn.
Hann sleppti stafnum og þuklaði kubbinn báðum höndum ánægð-
ur á svip. Þetta var stærðar drellir, náði honum vel í mjöðm. Hann
var í nokkrar flísar þessi.
Svo skellti hann allt í einu í góm og hristi höfuðið. Æjá, svona
voru sansarnir orðnir.
Hann mundi það núna, að kubburinn sá arna hafði verið þarna
síðan í vor. Hann hafði þó nokkrum sinnum þreifað á honum, en
aldrei lagt til við hann, enda var þetta kvistóttur og rætinn skratti
og ekkert árennilegur. En svo brosti hann og tók að tala við sjálfan
sig:
— Ætli ég reyni nú samt ekki við hann. Einhvern tima hefði
maður náð svona tannstöngli sundur, nógur er tíminn. Já, það er
nógur tíminn, þegar maður er orðinn of gamall og ónýtur til að
gera nokkuð. Ég þarf ekki að kvíða aðgerðarleysinu, það sem
eftir er dagsins.
Hann fór ofan í vasa sinn og dró upp skrohönk, vafði utan af
henni bréfið og beit sér örlitla tölu, sem hann velti fram og aftur