Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 180
178
MÚLAÞING
hann gegn um eldhúsift alla leið inn í baðstofu, en nú var því lokið.
Drumburinn lá við fætur hans.
Nú hefði verið gott að fá kaffisopa, en það yrði víst að bíða
kvöldsins, þangað til það kæmi heim. Ekki færi hann að bjástra
við eldinn, gæti kveikt í kofanum, blindur maðurinn. Hann hafði
nægan mat á hillunni við rúmið sitt, en hann langaði ekki í mat.
Maður átti ekki alltaf að vera étandi . . . en blessað kaffið ....
Og enn tók liann til að bjástra við raftinn, kom honum upp á
rúmstokkinn, lét hann liggja á ská upp í rúmið með endann út af
stokknum, settist svo á hann, fann sagarfarið, kom söginni í það
og hóf enn að nudda.
Þetta var mesti munur, hér var þó logn.
Hann vann með hvíldum, þetta var líka rætinn og kvistóttur
skratti, illvinnandi.
Hann fékk sér nýja tóbakstölu, raulaði nokkur gömul stef fyrir
munni sér, heyrði eitthvert suð, þreifaði kringum sig og fann kattar-
kvikindið sem lá malandi til fóta í rúminu.
— Þú hefur þá skotizt inn með mér, lúra greyið, segir hann, og
kennir feginleiks í röddinni. Annað talaði hann ekki til kattarins
að sinni, enda nóg að gera.
Þegar sagarfarið dýpkaði svo, að sögin tók að þyngjast í því,
sneri hann drumbinum lítið eitt. Bezt að saga í hring, þá kæmi
þetta allt af sjálfu sér. Undarlega var hann nú samt seigur, þessi
kubbskratti, enda illa þurr eftir þessa vætutíð. Hann þreifaði á
sagarfarinu, jú, bráðum yrði hann kominn hringinn, þá færi þetta
að ganga.
e e
Fólkið kom ekki heim fyrr en í myrkri.
Þá var hann háttaður.
Kvenfólkið fór að kveikja upp og sýsla við mat en strákskinnið
kom inn í baðstofuna.
— Hver er þar? var spurt úr horninu.
•— Ég, svaraði strákskinnið.
— Ójá, tötrið, ert þú kominn heim. Þú hefur víst verið þarfur i
dag, garmurinn.
-—- Við bjuggum til voða stórt hey uppi í Fjalli,