Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 181
MÚLAÞING
179
—- ÞiS hverjir? Mikil hácíung er að heyra. Ætli þú sért ekki
berjablár hringinn í kringum hausinn og gerir svo í bólið í nótt.
Hvar eru piltarnir?
— Þeir eru að spretta af hestunum. Heyið var voða stórt, pabbi
ætlaði varla að komast niður af því.
— Það hefur líkast til ekki staðið á þér að hjálpa honum niður.
En stráktötrið heyrði ekki. Hann var kominn fram í eldhús.
Og öldungurinn hóf að lesa bænirnar sínar upphátt að venju:
Berðu nú, Jesús, bænina mína
blessaðan fyrir föðurinn þinn.
Legðu mér svo líknsemd þína,
að líti hann á kveinstaf minn.
Fyrir þitt, Jesú, blessað hlóð
bænheyr þú mig, elskan góð.
Þér sé Iofgjörð lögð og samin
lifandi guð um aldir. Amen.
Skömmu síðar snaraðist heimasætan inn í baðstofu með lampa-
Ijós og skúringaskjólu. Hún ætlaði að strjúka yfir gólfið.
— Sjáið þið hvað stendur út undan rúmi afa, hrópaði hún og
rogaðist blaðskellandi með rekadrumbinn fram í eldhús. — Og
sögin er til fóta í rúminu hjá honum.
Nálægt öðrum endanum á drumbinum var sagarfar, sem komið
var hálfan annan hring í honum, og munaði þverhönd að það mætti
sjálfu sér.
Svo var drumburinn látinn fram í bæjardyr.
f 1. H. MULAÞINGS, bls. 132, er tilfærð vísan „DálftifS drykkfelldtir var
hann,“ o. s. frv., en höfundar eða tilefnis ekki getið.
Tildrög þessarar vísu eru sem hér segir:
Séra Sveinn .Skúlason var prestur á Kirkjubæ 1838—’88. Á prestsskaparár-
um hans þar andaðist í Hróarstungu Ásbjörn sá sterki, sem vísan er um. Kom
það því í hlut séra Sveins að jarffsyngja Ásbjörn. Bað hann Pál skáld Ólafs-
son að veita sér upplýsingar um manninn. Veitti Páll upplýsingarnar með um-
ræddri vísu,