Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 183
MULAÞING
181
átli liúsið að vera heimavistarskóli fyrir sveitina og heimangöngu-
skóli fyrir kauptúnið og var svo fyrstu árin. Hefur húsið verið
mjög myndarlegt á sínum tíma, 12x8.5 metrar að flatarmáli, tvær
hæðir og kjallari. A neðri hæðinni eru tvær rúmgóðar kennslu-
stofur og gangur. I kjallara voru geymsluherbergi og þvottahús.
Upphaflega var J>ar lítil íbúð fyrir ræstingarkonu. Þá var þar líka
baðhús, en ekki mun það hafa verið notað nema fyrstu árin.
Helztu hvatamenn Jiessarar byggingar voru þeir séra Sigurður
Sívertsen prófastur að Hofi, síðar prófessor við Háskóla Islands,
og Jón Jónsson læknir, sem báðir voru hinir mestu áhuga- og fram-
faramenn.
Skólahúsið var byggt fyrir almennt samskotafé og lán, sem síðar
var greitt, en ríkisstyrkur var enginn.
Þessir menn hafa verið skólastjórar barna- og unglingaskólans:
Sigurður Johnson (Heiðdall, rithöfundur 1907—1914
Þorleifur Helgason 1914—1918
Guðhjörg Hjartardóttir, f. prófastsfrú á Hofi 1918—1919
Unnur Vilhjálmsdóttir frá Heiði á Langanesi 1919—1922
Jón Sigurðsson, f. skólastjóri við Laugarnesskólann 1922—1924
Björn Jóhannsson 1924—-1961
Ragnar Guðjónsson frá Siglufirði 1961—
Kennarar við skólann 1907—1918 voru þessir:
I tíð Sigurðar Heiðdals kenndu fyrst systkinin Sigurbjörn Stef-
ánsson og Sesselja Stefánsdóttir frá Guðmundarstöðum í Vopnafirði
og síðar Sigríður Einarsdóttir, prófasls Jónssonar. Kenndi hún
einnig einn vetur í tíð Þorleifs Helgasonar, en síðar Þóra Einarsdótl-
ir, sem síðar giftist Guðmundi Asmundarsyni, lækni í Noregi.
Á árunum 1918—’34 var enginn aðstoðarkennari við skólann, en
J)á er ráðin Asgerður Stefánsdóttir frá Merki á Jökuldal, nú hús-
freyja á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Hún kenndi við skólann
1934—’43. Veturna 1944—’45 og 1945—’46 er Sigrún Árnadóttir,
dóttir Árna Vilhjálmssonar, læknis, ráðin smábarnakennari. Hún
varð fyrst húsmæðrakennari og síðar stúdent frá Menntaskólanum
i Reykjavík, en er nú gift Óskari Halldórssyni cand. mag. Árin
1946—1958 kenndi frú Anna Guðmundsdóttir, kona Halldórs Ás-
grímssonar, kaupfélagsstjóra og alþingismanns, við skólann, en hún