Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 185
MULAÞING
183
arstöðum í Múlasveit, Austur-Barðastrandarsýslu. Óli er nú bóndi
á Gunnarsstöðum, en kennir jafnframt í Þistilfirði. Sigurgeir
kenndi hér fleiri vetur, en er nú gjaldkeri Samvinnusparisjóðsins á
Patreksfirði. — Aðrir, sem kennt hafa við skólann undir stjórn
Bagnars Guðjónssonar er kona hans, Kristín Guðmundsdóttir, Ant-
on V. Jóhannsson (stúdentspróf og kennarapróf), Bergur Guð-
mundsson (einn vetur) og Gísli Jónsson.
Haustið 1908 hefst sex mánaða unglingaskóli í Vopnafjarðar-
kauptúni og var reglugerð skólans samþykkt af Stjórnarráði ís-
lands 7. apríl 1909. Stóð þessi skóli til vors 1917.
Kennarar skólans voru á þessum árum, auk þeirra, sem kenndu
við barnaskólann, Ingólfur Gíslason, læknir, og frú hans, Oddný
Gíslason, séra Sigurður Jóhannesson (Norland) og Guðmundur
Ásmundarson, læknir.
Arin 1917—’34 er engin unglingakennsla í kauptúninu, en hefst
þá á ný, þannig, að kennt var frá áramótum til vors. Stóð það fyr-
irkomulag til ársins 1956, en þá var fyrirkomulagi skólans breytt
þannig, að börnin tóku barnapróf 12 ára og tók þá við tveggja vetra
unglingaskóli, hið svokallaða skyldunám.
Stundakennarar árin 1934—56 hafa verið Árni Vilhjálmsson,
læknir, Anna Guðmundsdóttir (1942—43), Jón G. Halldórsson,
skrifstofustjóri i Reykjavík, Ingi T. Lárusson, tónskáld, Walter
Morgan, hagfræðingur frá London (setuliðsmaður), og séra Oddur
Thorarensen, Hofi, sem jafnframt var stundakennari barnaskólans.
Nú er risinn upp nýr skóli. glæsileg bygging, um 430 fermetrar
að flatarmáli, og mun kennsla hefjast þar í haust. Sigvaldi Thordar-
son, arkitekt, teiknaði húsið og mun það hafa verið hans síðasta
verk. Jón Grímsson, Vopnafirði, hefur verið yfirsmiður við bygg-
inguna og er hún honum til hins mesta sóma.
Saga gamla skólans er nú öll. Ég, sem þessar línur rita, hef verið
þar skólastjóri í 37 ár, auk þess sem skólastjóraíbúðin hefur verið
heimili okkar hjónanna í 26 ár. Og þó að margt væri þar öðruvísi
en á varð kosið, eigum við hjónin þaðan margar ágætar minning-
ar. Sömuleiðis vil ég leyfa mér að vona, að margir af mínum gömlu
nemendum beri hlýjan hug til gamla skólans og telji, að veran þar
hafi orðið þeim til nokkurs andlegs þroska.