Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 186
184
Sérstæð
Kjarvalssýning
MÚLAÞING
Eitt sinn, er Emil Jónsson frá Geitavík var staddur suður í Reykjavík, var
hann sent oftar á ferð í miðbænum. Rakst hann þá á Jóhannes Kjarval við
hornið hjá Haraldi Arnasyni. Var meistarinn að nasla innan úr harðfisksroði.
„Nei, komdu sæll og blessaður,“ segir Kjarval og er liinn kátasti. „Nú skul-
um við ganga hérna um og spjalla saman. Verst að ég er búinn með harð-
fiskinn, en hefðum við haft eld hefðum við getað steikt roðið.“ Ganga þeir nú
fram og aftur og rabba urn alla heima og geima. Allt í einu segir Kjarval:
„Heyrðu, má ekki annars hjóða þér kaffi?“
Jú, Emil þiggur það.
„Við skulum koma inn á Borgina,“ segir Kjarval.
Spásséra þeir nú enn um hríð, án þess meistarinn geri sig líklegan til að
efna boð sitt, unz hann segir:
„Heyrðu, eigum við ekki að sleppa kaffinu og fá okkur heldur vindil?"
Emil þiggur það.
Snarast þá Kjarval inn í tóhaksbúðina Havanna og kaupir dýrustu tegund
af vindlum. Kveikja þeir sér svo í og halda spjallinu áfram. Er þeir hafa
notið vindlanna urn hríð, segir Kjarval:
„Komdu með mér hérna inn í Landsbankann, ég ælla að sýna þér dálítið
fallegt."
Fara þeir svo inn í afgreiðslusal bankans. Er þangað kemur, segir Kjarval:
„Bíddu hérna, ég ætla að ná í þetta íallega.“
Hverfur liann svo þar inn og upp stiga. Var nú Etnil orðinn dálítið forvit-
inn, enda bjóst hann við, að meistarinn væri með einhverja frumlega hug-
mynd í kollinum.
Eftir drykklanga stund kemur Kjarval aftur, og er nú ung og fríð stúlka í
för með honum. Hafði Emil aldrei séð hana áður. Hann leiðir hana fyrir
Emil og segir:
„Sjáðu, er hún ekki yndisleg?"
En undir hvaða yfirskini Kjarval fékk stúlkuna með sér niður í saliun,
vissi Emil ekki.