Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 61
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 57
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
Fjölþjóðlegu niðurstöðurnar sýndu að óheilbrigð húð var
algengari hjá garnastómaþegum (66%) og DET stig þeirra fleiri
en ristilstómaþega (p=0,004). Tíðni húðvandamála var 57% hjá
einstaklingum með ristilstóma og 61% hjá einstaklingum með
þvagstóma. Einstaklingar með tímabundið stóma voru með fleiri
DET stig en einstaklingar með varanlegt stóma (p=0,012). Ástand
húðar versnaði eftir því sem lengra var liðið frá aðgerð (p=0,021),
að meðaltali 0,02 DET stig fyrir hvert ár og með hækkandi aldri,
(p=0,025), að meðaltali 0,01 DET stig fyrir hvert ár.
Þeir sem notuðu eins hluta stómabúnað (p=0,024) voru með
lægri DET stig en þeir sem notuðu tveggja hluta stómabúnað
og þeir sem notuðu flata plötu voru með lægri DET stig en
þeir sem notuðu kúpta plötu (p=0,002). Sá þáttur sem hafði
hvað mesta fylgni við ástand húðar var leki hægða undir plötu
(p<0,0001). Einstaklingar sem sögðust alltaf eða oft upplifa
leka voru með hærri DET stig en þeir sem sögðust aldrei eða
sjaldan upplifa leka. (Tafla 2).
Ástand húðar reyndist betra í viðtali 2 (meðaltal DET stiga
1,6±2,1), (p<0,0001). Tengsl voru milli fleiri DET stiga í viðtali
1 og betra ástands húðar í viðtali 2 (p<0,0001). Fyrir hverja
hækkun á DET stigum í viðtali 1, lækkuðu stigin um 0,55 í viðtali
2. Eftir því sem meiri munur var á lekavandamálum milli viðtala
batnaði ástand húðar meira (p<0,0001). Ástand húðar batnaði
mest (DET 2,3) hjá þeim sem skiptu úr flatri plötu í kúpta. Eftir
því sem lengra var liðið frá aðgerð var minni bati á ástandi húðar
milli viðtala (0,01 DET fyrir hvert ár frá aðgerð).
Af þeim stómaþegum sem greindir voru með óheilbrigða húð
í viðtali 1, töldu 49% íslenskra þátttakenda og 47% allra
þátttakenda sig ekki eiga við húðvandamál að stríða. Eftir því sem
ástand húðar var alvarlegra jukust líkur á að þátttakendur teldu sig
eiga við húðvandamál að etja. Helmingur þátttakenda sem höfðu
DET=4 töldu sig hafa húðvandamál og 70% þeirra sem höfðu
DET=7. Í hópi þátttakenda með alvarleg húðvandamál voru 88%
meðvitaðir um að ástand húðar væri ekki eðlilegt.
Lífsgæði
Í fyrsta viðtali var meðaltal Stóma QoL stiga fyrir alla
þátttakendur 58,1 (±10,2, spönn 11,589,0). Karlar höfðu
hærra meðaltal 59,6) en konur (56,6), (p<0,001) og Stóma QoL
stigunum fjölgaði um 0,05 fyrir hvert aldurs ár (p=0,0004). Eftir
því sem lengra var liðið frá aðgerð mældist Stóma QoL stigin
fleiri, 0,09 stig fyrir hvert ár frá aðgerð (p=0,002). Ekki reyndist
munur á Stóma QoL stigum eftir tegund stóma eða hvort um
tímabundið eða varanlegt stóma var að ræða.
Hjá íslenskum þátttakendum voru meðaltal Stóma QoL stiga í
fyrsta viðtali 63,1 (±8,6, spönn 42,582,8). Meðaltal lífsgæða
stiga hvers þáttar í Stóma QoL spurningalistanum fyrir íslenska
þátttakendur, skipt eftir tegund stóma, má sjá á mynd 2.
Tafla 2. Áhrif leka undir plötu, á ástand húðar og lífsgæði (viðtal 1).
Leka
stig
Tíðni
leka (%)
Meðaltal
DET-stiga
Meðaltal
QoL-stiga
Alltaf 4 3,63 52,6
Oft 15 3,8 53,6
Stundum 38 2,71 57,8
Sjaldan 30 1,88 59,5
Aldrei 13 1,73 62,5
Mynd 2. Meðaltal lífsgæðastiga fyrir hverja fullyrðingu í Stóma QoLspurningalistanum fyrir íslenska þátttakendur, skipt eftir tegund stóma (viðtal 1).
0 0,5 1,5 2,5 3,5 Jákvæð áhrif
á lífsgæði
41 2 3
Ristilstóma
Garnastóma
Ég verð áhyggjufullur þegar pokinn er fullur
Ég hef áhyggjur af því að pokinn losni
Mér finnst ég þurfa að vita hvar næsta salerni er
Ég hef áhyggjur af því að pokinn lykti
Ég hef áhyggjur af því að það komi hljóð frá stómanu
Ég þarf að hvíla mig á daginn
Stómapokinn takmarkar val á fötum sem ég get klæðst
Ég er þreyttur á daginn
Vegna stómans upplifi ég mig ókynþokkafulla/n
Ég sef illa á nóttunni
Ég hef áhyggjur af því að það skrjáfi í pokanum
Ég blyggðast mín fyrir líkama minn vegna stómans
Það væri erfitt fyrir mig að vera að heiman yfir nótt
Það er erfitt að leyna því að ég er með stómapoka
Áhyggjur af að það að ég er með stóma reynist mínum nánustu byrði
Ég forðast líkamlega snertingu/nánd við vini mína
Vegna stómans finnst mér erfitt að umgangast annað fólk
Ég er smeykur við að hitta ókunnugt fólk
Ég er einmanna þrátt fyrir að vera innan um annað fólk
Áhyggjur af að fjölskyldu minni finnist vandræðalegt að vera í kringum mig