Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 14

Þjóðmál - 01.06.2010, Qupperneq 14
12 Þjóðmál SUmAR 2010 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórn­ málafræði við Háskólann á Akureyri, lagði útkomu Sjálfstæðisflokks og Samfylk ingar­ innar að jöfnu í túlkun sinni á kosningaúr­ slit unum, þar á bæ hefðu menn „fengið skýr­ ustu skila boðin um að flokkarnir verði að gera róttækar breytingar eftir hrunið“, svo að vitn­ að sé í Fréttablaðið 31 . maí . Atkvæðatölur gefa ekki til kynna, að kjós­ endur hafi sýnt þessum tveimur flokkum sama viðmót . Grétar Þór getur ekki rökstutt niðurstöðu sína með vísan til stuðnings kjós­ enda við flokkana . Hitt má þó til sanns vegar færa hjá Grétari, að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verða að „reka hraðar á eftir því að gengið verði í að hreinsa til eftir styrkjamál og mál tengd hruninu“ . Á því leikur enginn vafi, að kjósendum er ljúft að strika yfir nöfn þeirra frambjóðenda, sem hlotið hafa háa styrki í prófkjörum fyrir hrun . Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, reyndi það á eigin skinni í borgarstjórnarkosningunum, þegar tæp 19% kjósenda flokksins strikuðu yfir nafn hans . Í ljósi þess, hve stjórnmálafræðingum eru misl agðar hendur í skýringum sínum, er undarlegt, að jafnoft skuli leitað til þeirra og látið, eins og þeir geti fellt endanlegan dóm um stöðu þjóðfélagsmála . Mörgum er raunar nóg boðið . Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, sagði í blaðinu 2 . júní: Í ljósi þeirrar kröfu sem nú er uppi um end­ ur nýjun í stjórnmálastarfi, að sem flestum stjórn málamönnum sé skipt út fyrir nýja (og skemmtilegri), langar mig til að leggja til að sama verði gert með stjórnmálafræðinga þá sem sífellt eru kallaðir til í útvarpi og sjón­ varpi og dagblöðum . Væri ekki frábært ef þeir myndu nú segja af sér sem álitsgjafar, allir sem einn, og í þeirra stað kæmu nýir og ferskir með frumlegar skoðanir? III . Sömu vikur og sérstök þingnefnd situr að störfum til að huga að því, hvort sækja eigi ráðherra til saka vegna bankahrunsins, verður æ skýrara, að Jóhanna Sigurðar dóttir, forsætisráðherra, leitar allra leiða til að kom­ ast undan ábyrgð sinni á því, að gripið var til sérstakra ráðstafana til að tryggja Má Guð­ mundssyni hærri laun en kjaradómi er heimilt að ákvarða, að öðrum kosti hefði hann ekki tekið skipun í embættið . Már hefur upplýst, að hann gerði kröfur um hærri laun en forsætisráðherra, annars yrði hann einfaldlega ekki seðlabankastjóri . Honum var þó mikið í mun að þurfa ekki að draga umsókn sína til baka, því að það hefði vakið ólgu í „hinum alþjóðlega seðlabankaheimi“ . Samfylkingin vildi staðfastlega, að Már yrði seðlabankastjóri, eins og þessi sms­boð Ingi bjargar Sólrúnar Gísladóttur til Geirs H . Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 2 . október 2008 sýna: [É]g hef lengi heyrt umtalsverda gagnryni ur fjarmalageiranum á ad SI sé ekki faglega sterkur a svidi fjarmalastodugleika og hafi nu ordid faa innanbudar sem thekki til a lanamorkudum sbr . thad sem gerdist hjá Bayerische Landesbank . Hugsanlega tharf rik is stjornin ad styrkja sina adkomu . Bendi a Ynga Örn i Lsb . Gerdu svo Má Gudmundsson ad Sedlabankastjora i stad DO . Thad mun thykja traust . Hann hefur samböndin . Ég held ad thetta sé ákv ögurstund . Kv Isg Már beitti einmitt þeim rökum í tölvupósti til Jóhönnu 21 . júní 2009, að næðist ekki sam komulag við sig um viðunandi laun, að hans mati, mundi „hinn alþjóðlegi seðla­ bankaheimur“ undrast . Már vísar til hins sama og ISG, að hann hafi samböndin . Már hafði ekki aðeins sambönd innan „hins alþjóðlega seðlabankaheims“ heldur einnig innan Samfylkingarinnar og þess vegna var honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.