Þjóðmál - 01.06.2010, Page 44

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 44
42 Þjóðmál SUmAR 2010 Fjármálaeftirlitsins, sem leiðir til þess að mjög margir tengja hann enn fremur við stofnunina, þyngjast sjónarmiðin enn . Við hvern áfellis­ dóm sem kveðinn verður upp yfir Fjár mála­ eftirlitinu, verður minna virði í augum annarra sú starfsreynsla sem lögfræðingar þar hafa öðlast á þeim tíma sem til rannsóknar er . Má orða það svo, að hver áfellisdómur yfir Fjár­ mála eftirlitinu gengisfelli ferilskrá þeirra lög­ fræðinga sem þar hafa starfað á þeim tíma sem til rannsóknar er, eins þó að endanlegar ákvarð anir séu undirritaðar á ábyrgð annarra . Lög fræð ingar Fjármálaeftirlitsins hafa þannig hagsmuni af niðurstöðum nefndarinnar og þar með þeir nefndarmenn sem kunna að tengjast þeim . Þá verður ekki komist hjá því að álykta sem svo, að hafi náið venslamenni nefndar­ manns starfað innan Fjármálaeftirlitsins, og hvað þá ef það hefur verið lykilstarfsmaður og náið yfirstjórninni, þá sé sú aðstaða til þess fallin að hafa almenn áhrif á viðhorf nefndar­ manns ins til Fjármálaeftirlitsins og eftir at vik­ um til annarra stofnana á sama sviði . Við blasir, að starfsmenn bæði Fjármála­ eftirlitsins og annarra embætta hafa við þessar aðstæður góða og gilda ástæðu til að efast um hlutleysi umrædds nefndarmanns og ættu flestir að sjá að góðir stjórnsýsluhættir veita nefnd armanninum nú aðeins einn kost . Þegar horft er til þeirrar staðreyndar, að umræddur nefndarmaður hefur á liðnum árum verið einn eindregnasti baráttumaður góðra stjórn­ sýsluhátta og réttinda hvers borgara til að fá mál sín metin af aðila, sem bæði er óhlutdrægur og ber eindregið með sér að vera hlutlaus – en því sjónarmiði er gjarnan lýst á öðru máli með orðunum „justice must not only be done, but must be seen to be done“ – verður niðurstaðan svo augljós að því verður ekki trúað að hin grandvara nefnd hafi ætlað sér að efna til þrætu um hana . Þá er ljóst, að hafi komið til þess að umrædd­ ur nefndarmaður hafi við vinnu nefndarinnar vik ið sæti vegna þessara tengsla sinna, felst í því yfirlýsing um að umræddur starfsmaður Fjár­ málaeftirlitsins, sem ég hef, eins og áður sagði, upplýsingar um að hafi þar verið lykil starfs­ maður, tengist rannsóknarefninu svo mjög, að minnsta kosti að hluta, að starfsmaður inn kunni að hafa af því hagsmuni að niðurstöður nefnd ar innar verði á þann veg, að hluti eða heild af þeirri ábyrgð, sem ella kynni að vera felld á starfsmanninn sjálfan, samstarfsmenn hans eða með almennum hætti þá stofnun er starfs maðurinn starfaði hjá, verði felld á aðra stofnun eða annað fólk . Ljóst er að mikilvægur hluti af verkefni nefndarinnar er að afmarka hvaða hlutverk hver og ein stofnun hafði með höndum . Hafa starfsmenn einnar stofnunar, til dæmis Fjármálaeftirlitsins, þannig hagsmuni af því að verkefni, sem nefndin kann að telja að ekki hafi verið rækt sem skyldi, verði talið hafa verið á verksviði annarrar stofnunar . Sé einn nefndarmaður vanhæfur til þess að koma að vinnu nefndarinnar vegna málefna einnar stofnunar, hvort sem er að hluta þeirra málefna eða allra, er sá nefndarmaður þar með vanhæfur til að koma að vinnu vegna annarra stofnana á svipuðu sviði . Tengist nefndarmaðurinn einni stofnun eða einstökum starfsmönnum hennar, hafa starfsmenn annarra stofnana þá þegar skýra ástæðu til að vefengja hlutlægni nefndarmannsins og hafa góða og gilda ástæðu til að fara fram á að nefndarmaðurinn taki engan þátt í rannsókn á málefnum sinnar stofnunar og alls ekki að afmörkun hlutverks þeirrar stofnun­ ar gagnvart þeirri stofnun þar sem venslamenni hans var lykilstarfsmaður . Verður að telja, að við úrlausn þeirra álitamála sem vakna, þegar nefnd er gerð út til að leita uppi mistök og vanrækslu innan opinberra stofnana á því sviði sem hér er til meðferðar, hafi þær stofnanir og það fólk sem þar kemur við sögu, hagsmuni af úrlausn allra álitamála á því sviði . Er enda alkunna í stjórnsýslurétti að verði starfsmaður vanhæfur í einu máli sé hann jafnframt iðulega vanhæfur í öðrum málum samrættum .4 Í þessu sambandi má auk þess, sem hér hefur verið rakið og blasir við, nefna að í stjórnsýslurétti hefur verið litið svo á, að gerðar séu strangari hæfi s kröfur þegar tveir eða fleiri aðilar séu að máli, í samkeppni um takmörkuð gæði, eins og það er orðað í fræðunum5 . Eiga þessi sjónarmið við hér, að breyttu breytanda, þar sem opinber 4 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls . 800 . 5 Páll Hreinsson, Hæfisreglur stjórnsýslulaga, bls . 492 .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.