Þjóðmál - 01.06.2010, Page 48

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 48
46 Þjóðmál SUmAR 2010 lögum . Eftirfarandi skal þó áréttað: Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2004 segir: „ . . . Er þetta til marks um að í þess­ um málum hefur reynt á það álitaefni hvort nægj an leg lagaheimild stæði til afskipta eða ákvarð ana stjórnvalda eða hvort það sem gert var af hálfu stjórnvalda hafi verið í samræmi við lög . Í íslenskum rétti er það meginregla að stjórnsýslan er lögbundin og að starfsemi stjórnvalda verður að vera í samræmi við lög og eiga í þeim fullnægjandi stoð . Þessi regla er í fræðunum nefnd lögmætisregla .“10 Eða, eins og segir með öðrum orðum í sömu skýrslu: „Þegar fjallað er um álitaefni sem lúta að því hvort fyrir hendi sé nauðsynleg lagaheimild til tiltekinnar starfsemi stjórnvalda eða afskipta af málefnum borgaranna og hvort athafnir stjórnvalda séu í samræmi við efni laganna verður að gera skýran greinarmun á lagaheimildinni annars vegar og svo hinu hvort viðkomandi starfsemi sé æskileg eða eftirsóknarverð . Það er einfaldlega svo að þar sem lögmætisreglan á við hafa stjórnvöld og þá einstakir fyrirsvarsmenn þeirra ekkert val – það verður að fylgja leikreglunum .“11 Í sömu skýrslu áréttar umboðsmaður Al þing­ is sérstaklega „mikilvægi þess að þeir sem fara fyrir í störfum stjórnvalda gæti betur að því að skilyrði lögmætisreglunnar séu uppfyllt þegar stjórnvöld hafa afskipti af málefnum borg ar­ anna eða vilji stendur til þess að fella starfs­ 10 Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2004, bls . 14 . 11 Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2004, bls . 15 . hætti stjórnvalda að breyttum aðstæðum .“ Þá vekur umboðsmaður Alþingis sérstaklega athygli á „mikilvægi þess að stofnanir haldi sig innan valdheimilda sinna og þá einnig gagnvart öðrum stofnunum sem fara með skyld verkefni .“12 Sem dæmi um það hversu lögmætisreglan er fortakslaus má hafa dóm Hæstaréttar 22 . sept­ ember 2005 í máli nr . 51/2005 með ömurlegri niðurstöðu fyrir heyrnarskerta stúlku er leitaði sjálfsagðrar fyrirgreiðslu vegna skólagöngu . Þá verður í þessu samhengi að líta til spurn­ ingarinnar um valdbærni einstakra stofnana . Heimild stofnunar til afskipta er eðli málsins samkvæmt enn takmarkaðri ef tilgreint verkefni hefur með lögum verið falið annarri stofnun . Um þetta á nefndinni einnig að vera kunnugt en eðli málsins samkvæmt verður að ítreka eftirfarandi grundvallaratriði: Svo sem áður segir hefur umboðsmaður Al­ þingis i ársskýrslu sinni sérstaklega brýnt fyrir þeim sem starfa í stjórnsýslunni „mikilvægi þess að stofnanir haldi sig innan valdheimilda sinna og þá einnig gagnvart öðrum stofnunum sem fara með skyld verkefni .“13 Þekkt er gagnrýni til margra ára um að ekki hafi ætíð verið farið eftir þeirri nauðsynlegu reglu að stjórnvald haldi sig á mottunni gagnvart öðru stjórnvaldi, eins og ég oft fékk að heyra í störfum mínum sem formaður þessa fjölskipaða stjórnvalds, sem Seðlabankinn er líkt og Fjármálaeftirlitið, þar sem afl atkvæða réði úrslitum um niðurstöðu mála . Gagnrýni um óljós valdmörk milli stjórnvalda hefur þó ekki einungis verið á sviði fjármála . Til dæmis sagði þáverandi félagsmálaráð­ herra í ávarpi á ársfundi Vinnueftirlits ríkisins 4 . maí 2001: „Þá hefur ríkisstjórnin látið yfir­ fara opinberar eftirlitsreglur og beint athygli að eftirlitsiðnaðinum í landinu sem er orðinn næsta umfangsmikill . Mikilvægt er að ekki sé um tvíverknað að ræða . Skilvirkni sé tryggð og eðlilegs öryggis sé gætt . Þá er mikilvægt að sam ræmi sé í stjórnsýslu og valdmörk skýr og boð valdi skipulega fyrirkomið .“ 12 Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2004, bls . 15 . 13 Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2004, bls . 15 . Svo sem áður segir hefur umboðsmaður Al þingis i ársskýrslu sinni sérstaklega brýnt fyrir þeim sem starfa í stjórn ­ sýslunni „mikilvægi þess að stofnanir haldi sig innan vald­ heimilda sinna og þá einnig gagnvart öðrum stofnunum sem fara með skyld verkefni“ .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.