Þjóðmál - 01.06.2010, Side 82

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 82
80 Þjóðmál SUmAR 2010 Vinstri menn, kommúnistar og aðrir, hafa mjög lengi vakið athygli mína . Fjölda­ margt í háttalagi og uppátækjum þessa fólks hefur valdið mér undrun og heilabrotum allt síðan í barnæsku fram á þennan dag . Fyrir hverju gengur það? Af hverju hagar það sér svona? Það er þó réttast að reyna að skýra strax hvað ég á við með „vinstra fólk“ . Stundum er tal að um að „hægri“ og vinstri séu óljós og úr elt hugtök í stjórnmálum . Ég tel svo ekki vera . Þessi skipting í fylkingar er enn jafn afdráttarlaus og hún hefur lengi verið . Vinstri menn eru þeir sem ávallt taka málstað óvina Vestur landa, hverju nafni sem þeir nefnast . Á kalda stríðsár un um sáu þeir bandamenn og/ eða beinlínis vini í alræðisherrum komm­ únistaland anna, sem vildu eins og þeir sjálfir tor tíma þjóð félögum Vesturlanda . Það mistókst, en þeir standa þó enn, eftir mætti, vörð um Castro . Eftir lok kalda stríðsins leita þeir nýrra banda manna og reyna t .d . (að sjálfsögðu með „lýðræði“ og „mannréttindi“ á vörum) að réttlæta Hamas og Hisbolla, jafnvel talíbana eða Al Qaida eða þá Chávez, vin Írana og Hvít­Rússa . Þetta fólk hefur alltaf verið og er enn innri óvinir Vesturlanda og hefur ávallt tekið og mun áfram taka málstað óvinanna og reyna með öllum ráðum að níða Vesturlönd og bregða fæti fyrir hagsmuni þeirra á öllum sviðum og í smáu jafnt sem stóru . Meira að segja geta þeir ekki látið sögu Vesturlanda í friði . Þar hagræða þeir og/eða beinlínis falsa sögulegar og aðrar staðreyndir Vesturlöndum í óhag . Ég er uppalinn í kalda stríðinu og komst mjög snemma niður á afar einfalda skil grein­ ingu á því hvað greindi vinstra fólk frá „hægri“: Stuðningur, ýmist virkur eða þögull, við hina algeru kúgun líkama og sálar sem fram fór í alræðisríkjum kommúnista . Þeir sem studdu eða báru blak af böðlunum voru vinstrimenn . Þeir sem höfðu fullkomna, ómengaða and­ styggð á því sem fram fór í „sæluríkjunum“ voru „hægri“ menn . Þegar framsóknarmenn vildu til dæmis á sínum tíma höfða til vinstri manna stofn­ uðu þeir „vináttufélag“ við valdhafa í Búlg­ aríu (kommúnistar kölluðu sig þar „Bænda­ flokkinn“) . Þeir vissu sem var, að hvers kyns blíðu hót við alræðiskúgarana í austri yrðu túlkuð sem vinstri stefna . Ég veit raunar fullvel að þessi einfalda skil­ grein ing segir fjarri því alla sögu, auk þess að hún er að verða úrelt eftir lok kalda stríðs ins en er þó enn vel gjaldgeng sem sést best á því að ekki þarf annað, enn þann dag í dag, til að komast að því hvort einhver sé til „hægri“ eða vinstri en að spyrja viðkomandi um ástandið á Kúbu . Sá sem bregst til varnar fyrir Castro og/ eða reynir að réttlæta ódæðisverkin er vinstri Vilhjálmur Eyþórsson Á að refsa þeim?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.