Þjóðmál - 01.06.2010, Page 92

Þjóðmál - 01.06.2010, Page 92
90 Þjóðmál SUmAR 2010 þeirra væri betra að berjast fyrir því að þær haldi velli . (s . 190–191) Fimmta og síðasta greinin eftir Popper (s . 195– 208) heitir „Immanuel Kant: Heimspekingur upplýsingarinnar“ og var upphaflega flutt sem útvarpserindi 1954 . Í þessu erindi, sem var samið til að minnast Kants á 150 . ártíð hans, kemur vel fram að Popper vildi um margt taka Kant sér til fyrirmyndar . Vísindaheimspeki Poppers Í ritgerðinni „Tilgátur og afsannanir“ segir Popper: Þegar Kant sagði: „Vitsmunir okkar draga ekki lögmál sín út úr náttúrunni heldur þröngva þeir lögmálum sínum upp á náttúruna“, hafði hann á réttu að standa . En þegar hann hugsaði sér að þessi lögmál væru nauðsynlega sönn, eða að okkur hlyti að takast að þröngva þeim upp á náttúruna, hafði hann á röngu að standa . (s . 94) Í þessu felst að kenningar um gang náttúr­ unnar eru hvorki ályktanir af reynslu og athugunum né af sannindum sem skynsemin dregur úr djúpi sínu og eru hafin yfir efa og grun, heldur einfaldlega ágiskanir eða tilgátur . Jafnvel meðfæddar væntingar, eins og sjá má hjá nýfæddum spendýrum sem með einhverjum hætti gera ráð fyrir að fá mjólk og hlýju, eru tilgátur sem geta brugðist . Spurningin um upp sprettur þekkingar er að mati Poppers röng spurning, því það eru engar uppsprettur til sem hægt er að sækja í áreiðanleg sannindi án þess hætta sé á að ósannindi slæðist með . En hvernig vitum við hvort vísindakenning­ ar eru sannar, hvort ágiskanir og tilgátur um náttúrulögmálin eru réttar? Svar Poppers er að við vitum þetta aldrei með vissu, en þar sem raunveruleg vísindi eru stunduð leggja menn próf fyrir kenningar sem fram koma og reyna að hrekja þær . Standist kenning mörg erfið próf og falli ekki á neinu þeirra þá höfum við, að mati Poppers, skynsamlega ástæðu til að taka hana alvarlega og telja hana nær réttu lagi en kenningar sem fara verr út úr prófunum . En eðlisfræði Newtons stóðst mikinn fjölda erfiðra prófa og féll ekki á neinu fyrr en gerðar voru tilraunir og athuganir þar sem forspár hennar viku frá því sem álykta mátti af afstæðiskenningu Einsteins . Þá kom í ljós að það sem Newton kenndi var ekki bókstaflega satt, heldur aðeins góð nálgun við aðstæður sem eðlisfræðingum á 18 . og 19 . öld hugkvæmdist að kanna . Af þessu ályktaði Popper að þótt eitt próf gæti hrakið kenningu dygði velgengni á mörgum prófum ekki til að sanna hana . Kenningu er þó ekki hent um leið og hún er hrakin . Í viðtalinu sem Magee tók við Popper spurði hann: Hvað gerist ef við getum ekki fundið viðun­ andi kenningu í staðinn fyrir þá kenningu sem hrakin hefur verið? Popper svaraði: Þá héldum við auðvitað áfram að nota gömlu afsönnuðu kenninguna þar til betri kenning fyndist, en við mundum nota hana með þeirri vitneskju að eitthvað væri bogið við hana . (s . 216–17) Til að kenning sé vísindaleg dugar, samkvæmt því sem Popper segir, ekki að hún komi heim við gögn sem fyrir liggja . Það þarf líka að vera hægt að tilgreina undir hvaða kringumstæðum henni yrði hafnað, hvaða niðurstaða úr tilraun eða athugun mundi hrekja hana . Um þetta segir hann: Kenning sem enginn hugsanlegur atburður getur hrakið er óvísindaleg . Óhrekjanleiki er ekki kostur á kenningu (eins og oft er talið) heldur galli . […] Sérhver fullgild prófun á kenningu er tilraun til að afsanna hana eða hrekja . (s . 76)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.